Stjörnur - 01.05.1950, Page 37

Stjörnur - 01.05.1950, Page 37
— Allt gott — þakka yður fyrir. Eg fékk bréf frá Jerry í kvöld — hann skrifar á hverjum föstudegi. Hver veit nema við fréttum af Jo- an á morgun, en hún er svo löt, stelpuanginn og skrifar miklu sjaldnar — nema þegar hana vant- ar peninga. Þau koma bráðum heim í jólaleyfið. — Það er gott að þau <eru í heimavistarskóla núna, úr því að hann Frank veiktist. Og beyrið þér — þér verðið líka að fara var- lega sjálf. Þér verðið að skola hálsinn í hvert skipti sem hér haf- ið verið inni hjá honum — og svo ekkert kossaflens! Hann hló og klappaði henni á öxlina. — Ég gleymdi alveg, að þið Frank eruð ekki barnung og nýgift lengur. Jæja, góða nótt. Ég lít inn á morg- un. HÚN FÓR upp í svefnherberg- ið til Frank. Hann var einn þessa stundina, hjúkrunarkonan hafði farið ofan í eldhús að hita kam- illute. — Hvernig líúur þér, góði? spurði hún og laut niður að hon- um. Hann starði á hana en augna- ráðið var raunalegt og' fjarrænt. Andlitið þrútið af sótthitanum. Hún gat séð að hann var ekki með fullri rænu. — Nú batnar þér bráðum, Frank, sagði hún og lagði hendina létt á rakt ennið á honum. Hann reis allt í einu upp við dogg og greip hendina á henni. — Leggstu út af, Frank — það er um að g'era, að þér verði ekki kalt. — Ég veit að ég dey, læknir, sagði hann loðmæltur. — Ég veit það svo vel — yður þýðir ekkert að reyna að villa mér sjónir. — Nei, nei, Frank, vertu nú ekki að þessari vitleysu! Hún hafði farið að skjálfa, þegar hún heyrði, hvað hann sagði, þó að heilbrigð skynsemi hennar segði henni, að engin hætta væri á ferðum. Mart- in læknir hafði einmitt búið hana undir þetta og sagt, að Frank myndi líklega fá óráð. En henni varð órótt samt og hún óskaði, að hjúkrunarkonan kæmi sem fyrst aftur. — Það er ekkert að óttast, Frank — þér batnar innan skamms aftur. — Nei, læknir, sagði hann og' kastaði óþolipn til höfðinu á kodd- anum. — Jú, víst, góði! Þekkirðu mig ekki? — Já, það er Edith, hvíslaði hann. Ég verð að ráðstafa öllu áð- ur en ég dey. Finnst yður ég ætti að segja Edith frá því? — Segja Edith — — hvað? spurði hún og nú greip hana áköf hræðsla. En að fara að spyrja hann núna, þegar hann var ekki stjörnur 37

x

Stjörnur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.