Stjörnur - 01.05.1950, Page 39

Stjörnur - 01.05.1950, Page 39
ins sínSj sem öll voru meinlaus. En þó fannst henni samt, að það hlyti að vera satt. Hjarta hennar var lamað. Fyrst í stað hafði hún ekki getað hugsað — hafði aðeins fundið svíðandi sársaukann. Svo hafði hún reiðst, en það var liðið hjá. Nú var eina tilfinning hennar ömurlegur tómleiki. — Hversvegna?, spurði hún sjálfa sig. — Hversvegna þurfti þetta að ske? ÞAÐ HAFÐI aldrei verið ósam- komulag milli þeirra — og engin sjáanleg breyting orðið á sambúð þeirra. Hún hafði verið svo róleg, friðsamleg og óbreytanleg. Ár eft- ir ár. Það var óhugsanlegt, að því ætti að vera lokið núna. Það var ósanngjarnt. Frank hafði orðið hugfanginn af einhverri lítilli, ljóshærðri stúlku, ef til vill — en það mundi bráðlega líða hjá. Hún horfði í spegilinn yfir arn- inum. Andlitið á henni var fölt og afskræmt, hvarmarnir rauðir af gráti. En hún leit ekki svona út að jafnaði. Andlit hennar var ungt og vaxtarlagið jafn grannt og æskulegt og það hafði alltaf verið. Bara að hún hefði haft einhvern að tala við um þetta allt! En í þau sextán ár, sem þau höfðu verið gift, hafði Frank verið eini trún- aðarmaðurinn hennar, eini mað- urinn, sem hún talaði við í ein- læg'ni. Nú var hún ein. —- Endur- minningarnar úr samlífi þeirra héldu áfram að streyma fram. Hún hugsaði um nóttina sælu þegar Frank hafði setið hjá henni, fram undir morgun í litlu íbúð- inni, sem þau höfðu haft þá; setið uppi alla nóttina og haldið í sótt- heita hendina á henni og gefið henni styrk og þol meðan þau biðu þess, að Jerry fæddist. Hún minnist dagsins, sem Frank hafði komið hlaupandi heim, ljóm- andi af fögnuði yfir því, að hann hafði fengið alveg óvænta þókn- un, og þau höfðu bæði farið út að skemmta sér. Hún hugsaði um ljómandi sum- ardag með Frank og börnunum uppi í sveit — hún minntist, þegar hún brenndi gatið á nýju sumar- fötin hans, sem hann hafði orðið að spara svo lengi til að geta eign- azt. Þegar hann sá, hvað henni féll þetta þungt, tók hann hana í fang sér og huggaði hana. Höfðu ekki öll þessi ár. Þess- ar sameiginlegu endurminningar, hnýtt band milli þeirra, sem ekk- ert átti að geta slitið. Og samt hafði það slitnað! Morguninn eftir gat hún ekki fengið sig til að tala við Frank. Hún komst inn fyrir svefnher- bergisdyrnar, en stóð þar kyrr og spurði hjúkrunarkonuna um, hvernig honum liði, og' lét sem hún þyrði ekki að koma nær, af hræðslu við að smitast. Hann var STJÖRNUR 3J)

x

Stjörnur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.