Stjörnur - 01.05.1950, Blaðsíða 42
hún átti að leika með — svo íalleg
og yndisleg.
— Svona leit ég út, þegar ég var
ung, hugsaði Edith. Frank hefur
orðið ástfanginn af endurminn-
ingunni um það, sem ég var.
— Þögn! Þögn! var nú kallað.
Og allir hættu að tala saman. Jack
Vallance hneigði sig og fór frá
Edith, en hún stóð og beið. Hana
langaði til að heyra rödd Betty,
þegar hún færi að leika.
Svo hófst myndatakan. Sterku
ljósi var varpað að Betty og Keith
Russel, sem stóðu viðbúin. Keith,
sem var í kvöldsopp, settist nú í
hægindastól eins og harm væri
dauðþreyttur. Málning og duft
hafði breytt honum í gamlan,
hruman mann. En Betty var ung
og hraust.
— Gott —- byrjið, sagði leik-
stjórinn. Maðurinn í hæginda-
stólnum stundi.
— Eruð þér hérna ennþá, lækn-
ir, hvíslaði hann með veikri rödd.
— Ég veit að ég dey, læknir, yður
þýðir ekkert að reyna að villa mér
sjónir! Ég — ég verð að ráðstafa
öllu áður en ég dey. Finnst yður,
að ég' ætti að segja konunni minni
frá því?
— Stopp! hrópaði leikstjórinn
og baðaði öllum öngum. — Þetta
er hraksmánarlega leikið, Keith
— afleitt. Þér sáuð, þegar Layton
lék þetta atriði, Keith. Leikið þér
eins og hann gerði, maður! Leggið
tilfinningu í leikinn — það lá við
að Frank kæmi mér til að gráta,
þegar hann lék þetta.
Hann hélt áfram að tauta og
fór svo þangað, sem Edith stóð.
Tárin runnu niður kinnarnar á
henni.
— Hvað gengur að yður? spurði
hann forviða. — A ég að sjá grát-
andi kvenfólk í þokkabót. Það er
bezt að þér farið.
— Þér verðið að afsaka mig,
sagði Edith og hló og grét í einu.
— En mér var ómögulegt ao gera
við því.
Og svo fór hún.
HUN minntist ekkert á þetta
við Frank fyrr en hann var kom-
inn á fætur aftur. Hann kom nið-
ur í stofuna í fyrsta skipti eftir
veikindin, sama daginn sem þau
áttu von á börnunum heim í fríið.
Edith ætlaði á stöðina til að taka
á móti þeim, en áður ætlaði hún
að segja manninum sínum frá
grunsemdunum. Tilhugsunin um
þennan óverðskuldaða grun píndi
hana — það var bezt að meðganga
strax.
Hún fór inn í dagstofuna til
hans. Hann sat í hægindastól, al-
veg eins og Keith Russel hafði
gert. Sat og starði í arineldinn.
Andlitið var raunalegt og þreytu-
legt.
— Yerðurðu ekki of sein á stöð-
ina, ef þú ferð ekki strax, Edith?
42 STJÖRNUR