Stjörnur - 01.05.1950, Page 44

Stjörnur - 01.05.1950, Page 44
— Ég má til að fara, sagði hún og stóð upp, og þurrkaði sér um augun. — Birnin verða forviða og hrædd, ef ég tek ekki á móti þeim. — Hlauptu, elskan mín! muldr- aði hann og tók fast í hendina á henni, en starði í eldinn. — Farðu með börnin inn í búð á heimleið- inni og keyptu eitthvað handa þeim, sem þeim þykir vænt um. Þegar hún var farin tók hann upp vasaklútinn og strauk sér um augun. Svo stóð hann upp, lokaði hurðinni og fór að símanum og fann númer. — Ert það þú, Betty?, spurði hann. — Ó, Frank! Ertu kominn á fætur? — Já — þakka þér fyrir. Ég kom niður í fyrsta skipti í dag. Ert þú ein? — Já, Jack er ekki heima. — Þú er svo —----einkennileg í málrómnum, Betty! — Er það? Hún hló tilgerðar- lega. — Mér finnst líka, að þú sért undarlegur í rómnum ... Ó, Frank, sagði hún, við verðum að hætta þessu. Við getum ekki hald- ið því áfram. Við höfum verið brjáluð! Ég hef vitkast v.ið að hafa ekki séð þig í heila viku. Mér fannst í fyrstu að við værum ó- segjanlega sæl — en það var bara augnabliks víma. Þetta getur allt- af viljað til, en það eru ekki þess- konar tilfinningar, sem hægt er að byggja lífið á: Ég er komin að raun um, að ég elska Jack. Það er ást, Frank — ekki augnabliks til- finning. Hversvegna — hvers- vegna segir þú ekkert? Reyndu að skilja þetta, ég vil ekki særa þig. En þú átt líka konu — og börn. Ég sá hana um daginn í kvikmynda- skálanum — og ég skammaðist mín. Ó, Frank — segðu eitthvað! — Ég var að hlusta á það, sem þú sagðir, svaraði hann rólega. — Þú hefur ekki sært mig, Betty. Þú hefur þvert á móti glatt mig, — því að nú veit ég, að ég þarf ekki að særa þig. Það var það, sem ég óttaðist. Þú og Jack. Edith og ég — við erum öll sómafólk, vona ég, — ég á við, — fólk, sem ekki er grimmúðlegt og' ónærgætið, okk- ur er öllum illa við að vinna níð- ingsverk. Maður getur tapað sér, látið hrífast af augnabliks tilfinn- ingum, sem maður skilur ekki sjálfur — það er þetta, sem þér og mér hefur orðið á. Því, sérðu — ég hringdi til þín, til þess að segja nákvæmlega það sama við þig, sem þú hefur sagt við mig. Þú hef- ur komizt að raun um, að þú elsk- ar Jack og engan annan. Og ég hef komizt að raun um, að ég elska Edith. Það varð stutt þögn í símanum. Svo hvíslaði Betty: Framh. á bls. 50. 44 STJÖRNUR

x

Stjörnur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.