Stjörnur - 01.05.1950, Blaðsíða 44

Stjörnur - 01.05.1950, Blaðsíða 44
— Ég má til að fara, sagði hún og stóð upp, og þurrkaði sér um augun. — Birnin verða forviða og hrædd, ef ég tek ekki á móti þeim. — Hlauptu, elskan mín! muldr- aði hann og tók fast í hendina á henni, en starði í eldinn. — Farðu með börnin inn í búð á heimleið- inni og keyptu eitthvað handa þeim, sem þeim þykir vænt um. Þegar hún var farin tók hann upp vasaklútinn og strauk sér um augun. Svo stóð hann upp, lokaði hurðinni og fór að símanum og fann númer. — Ert það þú, Betty?, spurði hann. — Ó, Frank! Ertu kominn á fætur? — Já — þakka þér fyrir. Ég kom niður í fyrsta skipti í dag. Ert þú ein? — Já, Jack er ekki heima. — Þú er svo —----einkennileg í málrómnum, Betty! — Er það? Hún hló tilgerðar- lega. — Mér finnst líka, að þú sért undarlegur í rómnum ... Ó, Frank, sagði hún, við verðum að hætta þessu. Við getum ekki hald- ið því áfram. Við höfum verið brjáluð! Ég hef vitkast v.ið að hafa ekki séð þig í heila viku. Mér fannst í fyrstu að við værum ó- segjanlega sæl — en það var bara augnabliks víma. Þetta getur allt- af viljað til, en það eru ekki þess- konar tilfinningar, sem hægt er að byggja lífið á: Ég er komin að raun um, að ég elska Jack. Það er ást, Frank — ekki augnabliks til- finning. Hversvegna — hvers- vegna segir þú ekkert? Reyndu að skilja þetta, ég vil ekki særa þig. En þú átt líka konu — og börn. Ég sá hana um daginn í kvikmynda- skálanum — og ég skammaðist mín. Ó, Frank — segðu eitthvað! — Ég var að hlusta á það, sem þú sagðir, svaraði hann rólega. — Þú hefur ekki sært mig, Betty. Þú hefur þvert á móti glatt mig, — því að nú veit ég, að ég þarf ekki að særa þig. Það var það, sem ég óttaðist. Þú og Jack. Edith og ég — við erum öll sómafólk, vona ég, — ég á við, — fólk, sem ekki er grimmúðlegt og' ónærgætið, okk- ur er öllum illa við að vinna níð- ingsverk. Maður getur tapað sér, látið hrífast af augnabliks tilfinn- ingum, sem maður skilur ekki sjálfur — það er þetta, sem þér og mér hefur orðið á. Því, sérðu — ég hringdi til þín, til þess að segja nákvæmlega það sama við þig, sem þú hefur sagt við mig. Þú hef- ur komizt að raun um, að þú elsk- ar Jack og engan annan. Og ég hef komizt að raun um, að ég elska Edith. Það varð stutt þögn í símanum. Svo hvíslaði Betty: Framh. á bls. 50. 44 STJÖRNUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stjörnur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.