Stjörnur - 01.05.1950, Side 46
hans margar hálfgleymdar bernskuminningar. Martha og hann höfðu
oft farið hingað, er þau voru böm. En honum var ekkert um þetta
ferðalag nú. Hann kærði sig ekkert um að rifja upp forn kynni, sem
gætu haft áhrif í þá átt að tengja hann við hennar borg. Hann vildi
ekki láta minna sig á vináttu þeirra Mörthu í æsku þeirra. Hann
vissi til hvers hún hafði leitt hann hingað. Hann reyndi að vera ó-
snortinn, en samt fann hann að hann var það ekki. Fegurð og yndis-
þokki þessarar æskuvinkonu hans, og allt sem hún bauð honum,
gerði hann órólegan — og tvíráðan.
— Það er útsýnin héðan, sem þér finnst fegurst, sagði hann um
leið og þau staðnæmdust. Víst er þetta fallegt, en fjarlægðin veldur
því að borgin virðist svo óraunhæf, eins og mynd á póstkorti.
— Nei ,sagði hún, og andlit hennar ljómaði, ekki óraunhæf heldur
einmitt svo raunveruleg. Eða svo finnst mér. Ég sé, að þú brosir, Sam,
en það, að eiga eitthvað, veitir alltaf sjálfstraust og máttarkennd. Ef
þú ættir það í borginni sem ég á, myndir þú skilja mig.
— Ivers, Ivers, Ivers, hvíslaði hann brosandi, eins og annars hugar.
En þetta kom illa við hana. Henni féll miður að heyra ættarnafn
frænku sinnar. En það var ekki einungis það. Undarlegur glampi var
í augum hennar.
— Ef einnhver spyr mig að heiti, sagði hún, þá er ég vön að segja:
Ég heiti Martha Smith.
Ekki Ivers, hugsaði Sam, ekki O’Neil, — heldur Martha Smith,
dóttir verkamannsins í stálverksmiðjunni, stéttarbróður föður míns.
Það var sú Martha, sem hann þekkti, það var litla stúlkan, sem hann
hafði leikið sér við.
Allt í einu fann Sam brunalykt. Hann þefaði í allar áttir.
— Finnur þú ekki brunalykt, Martha?, spurði hann. Við verðum
að vita hvc. pað er.
Hann hélt inn í skóginn, þar sem honum virtist lyktin koma frá.
Hann fann brátt staðinn. Það var í hlóðum, sem gerðar höfðu verið
í tjaldstæði.
— Hér hafa verið börn í Indíánaleik. Þau eru farin heim, en hafa
ekki kæft eldinn, sagði hann og fór að trampa á kulnandi glæðunum.
— Nei, lofðu því að vera, Sam, hrópaði hún. Lofðu því að brenna.
Mannstu ekki eftir því þegar við fórum hingað og kveiktum bál?
— Jú, ætli ég' muni það ekki, sagði hann.
— Það er svo gaman að eldi, sagði hún.
46 STJÖRNUR