Stjörnur - 01.05.1950, Blaðsíða 47

Stjörnur - 01.05.1950, Blaðsíða 47
Þau settust á trjáboli og horfðu í giæðurnar. Þau þögðu bæði. Eins og veikan óm í fjarska mátti greina hávaða borgarinnar. — Ertu búinn að gleyma öllu, sem einu sinni var milli okkar, Sam? spurði hún angurværum telpurómi. Sam horfði á hana. Það var eins og' Martha Smith, litla vinkonan hans fyrir 18 árum væri að tala. Og snöggvast fannst honum að þetta væri hún, og innileg samkennd greip um sig' í brjósti hans. Hann hafði yfirgefið hana, en hún hafði aldrei g'leymt honum. — Bara að þú hefðir aldrei farið, sagði hún. Hann svaraði einungis með brosi, en bros hans var vinhlýtt og fullt trúnaðar. — Þegar þú varst farinn, var enginn sem ég gat leitað til, hélt hún áfram. Hún þagnaði snöggvast, hún bjóst við að hann myndi nefna Walter. En hann sagði ekki neitt. Og hvaða gagn hafði svosem verið að Walter. — Þegar mér var ljóst hve einmana ég var, var það orðið um sein- an, hélt hún áfram. Og svo bauð ein óhamingjan annarri heim. — Ein óhamingjan annarri? spurði hann. Hér sat hann með sinn leynda grun. Hún hafði drepið frænku sína og hann var hingað kominn til að hafa af henni fé fyrir að þegja um það. En á þessari stundu fann hann að girnd hans til peninganna var horfin, nú var það Martha sjálf, sem öllu máh skipti. Hann spurði hana. Hann vildi vita um þetta allt saman. Hann vissi líka, að hún þurfti að geta sagt einhverjum allt eins og það var. Honum fannst nú á þessari stundu svo margt sem réttlætti ódæði hennar eða mildaði sök hennar að minnsta kosti. — Hversvegna náðurðu ekki í köttinn?, spurði hún allt í einu. Þú fórst þó niður til að sækja hann. Ég vissi hvað hún hataði ketti. Og svo ætlaði hún upp til að grennslast eftir því um hvað við værum að hvíslast á, og kötturinnn byrjaði að mjálma... Martha skalf af taugaæsingu, vindlingurinn í hendi hennar hrist- ist svo að hún gat varla kveikt í honum. — Já, kötturinn fór að mjálma, sagði hann. — Allt hefði farið öðruvísi, ef þú hefðir ekki farið, sagði hún. En þú hefðir verið í stað Walters. Eða ef þú hefðir komið vitinu fyrir mig .... Ég heyrði hana reka upp hljóð og svo fór hún að berja köttinn .... Og þú vissir hvað mér þótti vænt um þennan kött. Ég missti alla stjórn á mér, ég vissi ekki hvað ég' gerði. Kinnhesturinn, sem hún STJÖRNUR 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stjörnur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.