Stjörnur - 01.05.1950, Blaðsíða 49

Stjörnur - 01.05.1950, Blaðsíða 49
I var óhugnanlegt. Hún fyrirleit hann vegna þess hve smjaðurslegur hann hafði verið við frænku hennar, og hataði hann vegna þess að hún fann á sér hvað síðar myndi verða. — Veslings litla stúlkan, sagði hann. Nú ert þú ein í heiminum. Nú átt þú enga að nema Walter og mig. En þú skalt ekki vera kvíðin, við skulum alltaf vera þér innan handar og hjálpa þér, og vera hjá þér. Er það ekki, Walter? Við skulum ekki bregðast þér. Martha rifjaði þetta upp með ósjálfráðri nákvæmni. Og henni var svo mjög í mun að segja frá þessu öllu og opna hug sinn fyrir Sam, ti] þess að hann mætti líta mildari augum á afbrot hennar, að hún hélt frásögninni áfram — og það var ekki fyrr en hún tók sér málhvíld, að hún rankaði við sér. .. . Hvað hafði hann sagt? — Ég var þar ekki. Allt í einu varð henni ljóst, hvað hann hafði sagt. — Hvað sagðirðu. . . . Varstu þar ekki? spurði hún, enn undir áhrif- um sinna eigin óhugnanlegu minninga. — Nei, Martha, ég var þar ekki. Ég læddist út, þegar frænka þín kom fram á ganginn. Ég þorði ekki að bíða. Hann sat hér við hlið konu, sem var morðingi, og þó... . og þó hafði hann meðaumkun með henni. Hún starði á hann. Það var eins og hún skildi ekki orð hans. — Ég sá ekki það sem skeði, sagði hann enn til áréttingar. Það var ekki fyrr en nú í kvöld að ég fæ að vita nákvæmlega hvernig þetta var og hvernig það var með manninn, sem var dæmdur, manninn, sem þið Walter létuð hengja. Nú rak hún upp tryllingslegt óp. Asjóna hennar myrkvaðist allt í einu af óstjórnlegu hatri til mannsins, sem hafði skilið hana eina eftir með ást sína, sem hafði smáð hana og hryndt henni frá sér, og sem nú hafði loks látið hana játa á sig glæpi, hlustað á hana tilfinningalaus og án miskunnar, til þess að geta notað sér veiklyndi hennar sér til fjárhagslegs ávinnings. í einu vetfangi hafði hún gripið hálfbrunna grein í bálinu og ráðist að honum með þessu barefli. Hann beygði sig svo henni geigaði lagið. Og á svipstundu hafði hann náð tökum á henni til að reyna að stilla hana. En hún var sterk, hin ofsafengna reiði léði henni margfallt afl. Hann varð að beygja hendur hennar aftur á bak, áður en hún gæfist upp. Hún stóð á öndinni og augun störðu á hann, munnurinn var opin, hún hefði bitið hann, ef færi hefði gefist. En allt í einu .... þrá hennar til hans og hin nána STJÖRNUR 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stjörnur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.