Stjörnur - 01.05.1950, Síða 51

Stjörnur - 01.05.1950, Síða 51
Það skeði um nótt (Sönn frásögn) HIMININN glóði af stjörnum og norð- urljósum, tunglið sendi geisla sína niður yfir jörðina og það var alveg logn svo að glampaði á sjóinn. Við vinkonurnar tvær hugsuðum okk- ur að hressa okkur upp cftir erfiði og drunga dagsins, og ganga okkur til skemmtunar úti í hinni fögru móður nátt- úru, í þessu dásamlega veðri. Ungum pilti, sem var á bænum, buðurn við út með okkur og við lögðum af stað þegar kl. var langt gengin 10. — Ekkert merkilegt skeði á þessari kvöldgöngu, nema hvað margt var rabbað skemmtilegt og nokkrum sinn- um hnutum við ungfrúrnar um þúfur og þ. h. torfærur. sem á leið okkar tirðu, en við duttum ekki alveg, því við nutum þar trausts stuðnings unga mannsins. Þegar við komum aftur heim að hús- dyrunum hafði önnur okkar orð á þvf að reimt mundi I fjósinu, sem er þar skammt frá, þar sem hún heyrði einhvern hávaða þar, hugsaði að kýrnar væru „gengnar til náða”. Ekki varð neitt af athugun þar að lútandi því við héldum að þetta væri ekkert yfirnáttúrulegt. Við fórum inn í stofu og settumst þar stundarkorn og töluðum saman. Önnur okkar skrapp fram í eldhús og meðan hún var þar heyrði hún hávaða mikinn bakdyrameg- in. Taldi hún þetta vera hurðina að skell- ast og nennti ekki að athuga það neitt frekar, þar sem myrkur var líka, svo hún fór aftur til hinna. Þegar við sitjum svo þarna í bezta gengi er allt í einu ruðst í dyrnar, var þar kominn unglingspiltur, sem svaf í herbergi uppi á lofti í norður- enda hússins, beint uppi yfir bakdyrun- um. Hann var með ljós í hendinni og við sáum strax að honum var mjög brugðið. Sagðist hann ekki hafa haldizt lengur við sökum reimleika og kvað sig langt leidd- an hvað vitsmuni snerti. Lýstu þessir reimleikar scr þannig að barin voru þung högg í norðurgafl hússins. Svo þung voru Jrau að rúm drengsins og stórt skrifborð, sem þarna var hristist. Sá, sem var úti með okkttr taldi sig geta upplýst þetta, Jiar þetta væru hurðarskellir einir og hljóp út lil að atlniga hve'rs hann yrði vísari og svo að loka hurðinni. Eftir að hafa beðið í spenntri óvissu dálitla stund, heyrðum við hann koma hlaupandi inn með þeim hávaða og látum að við bjttgg- umst við hinttm verstu fréttum. Hann skellti öllum hurðum og birtist svo í stofudyrunum, náfölur og titrandi af geðshræringu og kom ekki upp nokkru orði, en lét fallast niður á stól. Þó okkur væri nú draugagangur efst í huga þessa stundina, brauzt hláturinn fram úr okkttr stelpunum og við hlógurn af hjartans lyst yfir útliti mannsins. Ekki stóð J)ó þessi glaðværð lengi, því strax og maðurinn hafði að mestu náð sér eftir hræðsluna, hraut út úr honum hvort ekki væri hægt að loka bænum. Sagði hann okkur svo sögtt sína, sem var á þá leið, að þegar hann kom norður fyrir Iiúsið hafði hann augastað á hurðinni til þess að vita hvort hún svelltist, þá var sem allt í eintt væri barið bylmingshögg rétt hjá honum, ekki sá hann hurðina hrevfast. Greip hann þá ofsahræðsla og hann beið ekki boðanna heldur þaut inn. Er hann hafði lokið frásögninni, sem sló óhug á okkur, fóru þeir piltarnir fram og læstu, en við hugs- uðum ráð okkar inni á meðan! Að þessu loknu fórum við öll í leiðang- ur upp i „dyraherbergið" til nánari at- httgunar á þessu, og höfðttm tvö ljós með- fetðis. Settust tvö á rúmið, en hin tvö STJÖRNUR 51

x

Stjörnur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.