Stjörnur - 01.05.1950, Blaðsíða 53
Norskur fjölkvænismaður.
HÉR VERÐUR sagt frá fjöl-
kvænismáli, er kom fyrir norska
dómstóla á síðastliðnu ári.
Hans Jörgensen heitir sjómaður
einn í Stavanger. Hann var mjög
í förum, eins og títt er um Norð-
menn. Hann átti konu í Stav-
anger. En svo hvarf hann af skipi
sínu í Alexandríu, og vissi enginn
hvað af honum varð. Þetta var
nokkru fyrir stríðið. Þegar kon-
unni var farið að leiðast biðin
og ekkert heyrðist af manninum
og óvíst var hvort hann var lífs
eða liðinn, fékk hún sér dæmdan
★
jSatt cr þad
★
skilnað, vegna fjarvista manns-
ins. Giftist hún síðan aftur, en
varð ekkja í stríðinu.
Svo var það einn góðan veður-
dag snemma á árinu sem leið, að
barið var að dyrum hjá fyrrver-
andi frú Jörgensen. Þar er þá
týndi eiginmaðurinn kominn
heill á húfi. Það varð hinn mesti
fagnaðarfundur. Var nú í skyndi
efnt til brúðkaups og þau Jörg-
ensenhjónin vígð að nýju til lög-
legs hjúskapar fyrir guði og
mönnum.
En ekki höfðu þau „ungu hjón-
in“ notið allra hveitibrauðsdag-
anna er bréf kom frá Ameríku.
Það var þá frá frú Jörgensen í
U.S.A. Komust nú verðir laganna
á snoðir um að eitthvað væri
bogið við hjúskaparmál Hans
Jörgensens sjómanns í Stavanger.
Þegar farið var að rannsaka mál-
ið, kom í ljós, að Jörgensen hafði
STJÖRNUR 53