Stjörnur - 01.05.1950, Qupperneq 55
ins. Féllst presturinnn á það og
kom kona fangans með það á til-
teknum tíma og' var barnið skírt
við hátíðlega athöfn. Tveir með-
fangar föðursins voru skírnar-
vottar og sálmasönginn önnuðust
afbrotamennirnir með mestu
prýði.
I Ankara hefur tyrknesk stúlka
aðeins 11 ára að aldri fætt barn,
var það fullburða og gekk fæð-
ingin vel. Þetta þykir mikið und-
ur, sem vonlegt er og telja lækna-
vísindin þetta algjört einsdæmi.
k
I Kaupmannahöfn var 46 ára
g'ömul kennslukona nýlega dreg-
in fyrir lög og dóm og ákærð fyrir
að hafa tælt til kynferðismaka
við sig 16 ára gamlan nemanda
sinn. Rannsakað mun verða hvort
hún hefur haft slík mök við fleiri
af námssveinum sínum, en á því
leikur grunur.
I febr. mánuði s. 1. lést í borg-
inni Bergamo á Italíu áttatíu ára
gamall maður dr. Ferdinato Pa-
voni að nafni. Honum hafði ekki
komið dúr á auga í sextíu ár.
Læknavísindin stóðu ráðþrota
gag'nvart þessu undri. Allt sem
reynt var til að hjálpa honum
kom fyrir ekki. Gamli maðurinn
hafði unnið eins og berserkur alla
sína ævi, því sælastur var hann
þegar hann var örmagna af
þreytu, þá fekk hann að njóta
hvíldar um nætur þótt ekki væri
um eiginlegan svefn að ræða.
Hann dó saddur lífdaga, því þessi
eilífa vaka var honum mikil
kvöl.
Þessa^ fréttir eru allar teknar úr
sœnska stórblaðinu Dagens Nyheter
jan.—febr. ’50
„Karl bað mig að gera sig' að
hamingjusamasta manni í heimi
og giftast sér.“
„Og hvort ætlar þú heldur að
gera?“
k
Ung stúlka, sem giftist mjög
gömlum manni, sagði sér til af-
sökunar: „Ef þér væri boðin ávís-
un, sem hljóðaði upp á milljón
krónur, þá mundir þú ekki hika
til þess að athuga dagsetninguna
á ávísuninni.“
☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆
★ STJÖRNUR
kvikmvnda og skemmtirit.
/ ö
flytur myndir frægra og vinsælla kvik-
myndaleikara, austan hafs og vestan, ævi-
söguágrip þeirra, kvikmyndafréttir, sög-
ur og annað skemmtiefni. Blaðið kemur
út mánaðarlega 12 sinnum á ári. Verð
hvers lieftis kr. 5.00 í lausasölu. Fastir
áskrifendur, sem senda fyrirframgreiðslu
fá árganginn fyrir 50.00. Ritstjóri Jón
Jónsson, Steinum við Rvík. Afgreiðsla í
Bókaverzlun Kristjáns Kristjánssonar,
Hafnarstræti 19, sími 4179.
STJÖRNUR 55