Stjörnur - 01.04.1951, Síða 4
I gamni og alvöru, vísur eftir
★ K.ÁTNN ★
1930 var gefin út bók er nefndist Vest-
an um haf, og flutti sýnishorn af ljóðtun
og sögum Vestur-íslendinga. Þar var auð-
vitað Káinn, en svo illa hafði tekizt til
við prentun, að svaftur blettur var á nef-
inu á mynd hans í bókinni.
Þá kastaði liann fram þessari stöku:
Þið senduð mér bókina bundna í skinni,
með blettinn á ncfinu — geymdan þar
inni.
Ég hafði' ekki mikil af höfðingjum kynni,
en heiðraði landið með fjarveru minni.
Sigurður Nordal var á ferð í Vestur-
heimi 1931. Langaði hann til að ná fundi
Káins, cr hann hafði mikið dálæti á, og
varð það úr, að þeir mæltu sér mót í
Winnipeg. Þurfti Káinn að fara til móts-
ins langan veg. Gert var ráð fyrir að hann
myndi þurfa að sitja í veizlum með pró-
fessornum og kvartaði Káinn undan því,
að hann væri ekki skrýddur brúðkaups-
klæðum, fjósamaðurinn frá Dakota.
Ekki Iét hann þetta þó hefta för sína,
en orti í tilefni þessa:
Ef ég fer, þá fer ég ber,
ég ferðast cins og Gandhi.
Þekktur er ég, heima og hér,
holdi klæddur andi.
Þetta var á þeim árum, sem offram-
leiðsla í Bandaríkjunum var sem fræg-
ust. Og. cr menn spurðu Káinn eftir nýj-
um vísum, svaraði hann, að hann færi eft-
ir boði yfirvaldanna um að minnka fram-
Ieiðsluna, enda væri sín framleiðsla orð-
in svo að segja engin. Út af því hafði hann
gert þessa vísu:
Skálda minnstur fyrst ég fann.
frekar þó sé skrítið,
eina kúnst, sem enginn kann,
að yrkja nógu lítið.
Káinn er fæddur á Akureyri, en fór
ungur utan. Til vinar síns Tryggva Aðal-
steins scndi hann bók sína Kviðlinga og
ritaði á þá þessa vísu:
Mér.er eins og öðrum fleiri,
ættjörð týnd og gleymd,
samt er gamla Akureyri
enn í huga geymd.
Fjalla-Eyvindur Jóhanns Sigurjónssonar
hefur verið leikinn víðsvegar um íslend-
ingabyggðir Ameríku. Einhverju sinni
horfði Káinn á slíka sýningu. Þá varð
honum liugsað heim til íslands og kast-
aði fram þessari vísu:
Orór hvarflar andi minn
upp til reginfjalla.
Takið mig í útlegð inn,
Eyvindur og Halla.
Um heimþrá sína hann svona:
Kæra foklin kennd við snjó,
hvað ég fegin yrði,
mætti holdið hvíla í ró
hcima í Eyjafirði.
4 STJÖRNUR