Stjörnur - 01.04.1951, Blaðsíða 9

Stjörnur - 01.04.1951, Blaðsíða 9
inn. Hann var hraustlegur, tutt- ugu og tveggja ára gamall og ]if- andi eftirmynd föður síns. Sami þreklegi og sterklegi líkamsvöxt- urinn og andlitsdrættirnir reglu- legir og fremur stórskornir. Að- eins aug'natillitið var móðurinnar, stór, blá og mild augu, sem gerðu andlit hans góðlegt og aðlaðandi. — Hversvegna kemur þú svona seint? spurði Jens reiðilega. Hef- irðu verið að slæpast? Hans svaraði ekki alveg strax. — Ætlarðu ekki að svara, strákur? — A þetta að vera yfirheyrsla? Eg hélt, að ég væri nú eiginlega upp úr slíku vaxinn. — Ha, ha! Það er altalað, að þú sért tíður gestur í kránni og að þú sért að daðra við stelpuflenn- una þar. —Faðir minn! * Hans þrútnaði í framan og gekk að föður sínum. En móðir hans lagði hendina á handlegg hans að- varandi. — Já, ég sagði stelpuflennan. Og guð hjálpi þér, ef ég frétti það, að þú stígir oftar fæti í það hús. Skilurðu það? Hans stóð augnablik þegjandi, til þess að ná valdi yfir reiði sinni, og sagði síðan með titrandi röddu: — Heyrðu, faðir mann! A með- an ég kem fram sem heiðarlegur maður, spyr ég engan að því, hvar ég kem og hvar ekki. Að þið Óli Jan eruð óvinir. kemur mér ekki við, en þú hefur engan rétt til þess að kalla dóttur hans flennu, því það er hún ekki. Hún er góð og indæl stúlka, sem mér þykir mjög vænt um, og sem ég vona, að verði innan skamms kon- an mín. Jens gekk alveg til hans, náföl- ur í andliti, og varir hans skulfu. — Nú skal ég segja þér nokkuð, drengur minn. Ef þú ferð ekki eftir vilja mínum í þessu, þá verð- ur þú ekki lengur í þessu húsi. Kona hans tók fram í fyrir hon- um biðjandi: — Hvað segirðu? — Út úr húsinu, segi ég — ekki augnabliki lengur í mínu húsi! — Það er ágætt! Það hefur lengi verið ósk mín, að sjá mig um í heiminum; en vegna móður minn- ar og þín hef ég verið kyrr. En nú er bezt ég fari. Mig tekur það sárt, að skilnaður okkar verður með þessum hætti, en mín sök er það ekki. Þú heldur máski, að það sé af þrjózku, en ég finn, að ég get ómögulega farið eftir vilja þínum í þessu. En viltu ekki að skilnaði rétta mér hönd þína? Hann rétti fram hönd sína, en faðir hans sneri að honum baki, gekk út að glugganum og drap fingrunum á rúðuna. — Jæja þá, hafðu það eins og þú vilt! Móðir hans stóð þar hjá þeim *** g
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stjörnur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.