Stjörnur - 01.04.1951, Blaðsíða 12

Stjörnur - 01.04.1951, Blaðsíða 12
reiða og gæta að, hvar við vær- um staddir, því að hann sagðist vera fæddur og uppalinn hér við ströndina. En þegar skipið rakst á, gleymdum við honum í fátinu. Eg viðurkenni, að það er mér að kenna, og ég vil gjarnan taka þátt í hættunni, ef þið viljið reyna að bjarga honum. Oli Jan stóð þar hjá, og þegar hann heyrði, hvað skipstjóri sagði, mælti hann: — Já, náttúrlega viljum við það. Við reynum að hjálpa öllum, sem eru í hættu staddir. Er það ekki, félagar? — Jú, hrópuðu allir einróma. Jens Kamp leit illilega til Óla. Hann vissi vel, að Óli hafði rétt að mæla, en af því að það var Óli, sem sagði þetta, þá var hann ekki á því að vera á sama máli: — Bíddu við, lagsmaður! Við höfum farið þrjár ferðir út í skip- ið og erum þreyttir og þjakaðir; ég álít ekki rétt, að hætta lífi margra manna til þess að reyna að bjarga einum manni. Þeir, sem eru valdir að því, að hann varð eftir, verða að bera ábyrgð á því. Eg hvorki get né vil gera meira en ég hef gert! — Þá geturðu látið það vera, Jens, sagði Óli rólega. Þú ræður náttúrlega hvað þú gerir. En ég' hef aldrei vitað, að það væri vani hér, að spyrja um það, hvort það væri einn eða fleiri, sem þörfnuð- ust hjálpar. Vertu bara kyrr í landi, Jens; ég hef áður setið við stýri í björgunarbát, og get því eins gert það í þetta skipti. Farðu heim og hvíldu þig. Jens Kamp óð að Óla með krepptan hnefann á lofti og sagði: — Haltu þér saman, þrælmenn- ið þitt! Óli sá hvað hann ætlaði sér og sló handlegg hans til hliðar. — Nei, dokaðu dálítið við, vin- ur minn. Sparaðu krafta þína þangað til seinna; nú höfum við ekki tíma til neins asnaskapar. Hann sneri sér að björgunar- hðinu. — Jæja, félagar, viljið þið fara aftur út að skipinu með mig sem stýrmann ? — Já, við erum tilbúnir! svör- uðu allir einróma. Hann spennti korkbeltið yfir um sig og setti sjóhatt á höfuðið. — Komið þið svo félagar, í guðs nafni! Óli var duglegur stýrimaður, en myrkrið, sem stöðugt varð svart- ara, gerði þeim erfiðara fyrir en áður. Þar að auki var það auðséð, að skipverjar voru orðnir þreytt- ir. En loksins komust þeir svo langt, að þeir áttu ekki eftir nema um fimmtíu metra út að skipinu. En þá mættu þeim nýir erfiðleik- ar: Hvernig áttu þeir að komast í samband við skipið í slíku haf- róti9 Þe:r æptu og hölluðu eins og 12 ***
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stjörnur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.