Stjörnur - 01.04.1951, Blaðsíða 13

Stjörnur - 01.04.1951, Blaðsíða 13
þeir gátu, en stormurinn yfir- gnæfði ópin í þeim og enginn gaf lífsmerki frá sér á skipnu. Þeir horfðu hver á annann í ráðaleysi, en allt í einu stóð Óh upp. — Réttið mér línu, félagar, ég ætla að reyna að bæta úr þessu. Hann batt línuna fasta yfir um sig og ætlaði síðan að kasta sér í sjóinn og synda út að skipinu. En félagar hans reyndu að fá hann til að hætta við það. — Láttu heldur einhvern af yngri mönnunum gera það, Óli, sagði einn af þeim félögum, mundu, að þú ert ekki lengur ungur, og þar að auki hefur þú ekki heila fætur; það blessast aldrei! — Við skulum sjá, vinur minn! Aldurinn hamlar mér ekki, og tærnar, sem vantar á annan fót minn, gera hvorki til né frá. Gæt- íð þið bara vel að línunni, svo mun ég með guðs hjálp sjá um allt annað. Síðan kastaði hann sér rösklega í freyðandi sjóinn. Hann barðist hraustlega við öldurnar, en hon- um gekk fremur hægt; og það var með mestu erfiðismunum að hann komst um borð í skipið, og þá var hann svo aðþrengdur, að hann féll á þilfarið og lá þar graf- kyrr í nokkrar mínútur. Þegar hann hafði jafnað sig dálítið, byrjaði hann að svipast um eftir manninum, því að brakið og brest- irnir í skipinu gáfu til kynna, að ekki myndi líða á löngu, þar tll það liðaðist í sundur. Hann klifr- aði upp sundurtættan reiðann, og þar var maðurinn bundinn við mastrið, alblóðugur og meðvit- undarlaus. Stórmastrið hlaut að hafa slegizt í hann um leið og það féll, því að hann hafði djúpt sár á höfðinu, og blóðið rann um allt andlit hans. Óli lagaði línuna, sem lá út í bátinn, og hrópaði síðan: — Eg hef fundið manninn' Ver- ið tilbúnir við línuna! ★ Á STRÖNDINNI stóð hópur þorpsbúa og strandmennirnir, og biðu óþreyjufullir komu björg- unarbátsins. Stormurinn var eKki eins mikill og áður og tunglið sást við og við. Jens Kamp stóð enn í sömu sporum og þá er Óli skildi við hann, og starði út á sjóinn; en það var greinilegt, að hann hafði hug- ann ekki við það, sem var að ger- ast út við skipið. Hann var að hugsa um, á hvern hátt hann gæti bezt hefnt þeirrar svívirðu, sem honum fannst Óli hafa sýnt sér. En hann var truflaður í hugsun- um sínum af fagnaðarlátum fólks- ins. Björgunarbáturinn var að koma. Jens brosti biturt. Þarna var enn ein óvirðingin. Enginn hafði hrópað húrra, þegar hann hafði farið þrisvar sinnum út að *** ^3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stjörnur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.