Stjörnur - 01.04.1951, Page 15

Stjörnur - 01.04.1951, Page 15
— Já, og ég býst við, að þau komi hingað bráðlega. Hans kinkaði veiklulega kolli til Óla og þrýsti ástúðlega hönd Karenar, síðan lokaði hann aug- unum og lá hreyfingarlaus, eins og hann svæfi. Blóðmissirinn hafði gert hann svo máttfarinn. Eftir hálfa klukkustund komu þau Jens og kona hans. Undir eins og Hans heyrði til þeirra, lauk hann upp augunum og sagði: — Móðir mín! Faðir minn! Móðir hans kyssti hann inni- lega og hvíslaði: —Elsku drengurinn minn! Guði sé lof fyrir, að þér varð bjargað! Nú er allt eins og það á að vera. Jens greip hendur þeirra Hans og Óla og sagði klökkur: — Eg hef verið vondur og rang- látur gagnvart ykkur. Getið þið fyrirgefið mér? Óli hristi hönd hans hjartanlega. — Það er ekkert að fyrirgefa, gamli vinur. Það hefur verið okk- ur öllum að kenna. En héðan í frá skal allt verða öðruvísi. Er það ekki, Hans? Hans horfði glaðlega á þá báða og brosti. — Og héðan í frá skal allt verða eins og það áður var milli okkar gömlu mannanna. — Þarna get- urðu séð, Hans, að það var rétt sem ég sagði: að við mundum einhverntíma komast að kjam- anum. Falleg stúlka og hentug kápa sumar sem vetur. *<r*'ór'íí'£r6'ír'ír*'ö'<t'ftó*< 15 ###

x

Stjörnur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.