Stjörnur - 01.04.1951, Page 20

Stjörnur - 01.04.1951, Page 20
hús Litla-Maxels í björtu báli. Það hrundi rétt í þessu. Margir menn voru viðstaddir með járn- rekur og vatnsfötur; en það var ekkert annað að gjöra en standa og horfa á, hvemig seinustu glæð- urnar hnigu niður. Eldurinn æddi ekki, hann hvæsti eigi eða brak- aði, hann ólmaðist eigi um í loft- inu. Allt húsið stóð í einum loga, og eldurinn steig heitur og mjúk- ur til himins, sem hann var kom- inn frá. Spölkorn frá brunanum var steinhrúga, þar sem Marxel hafði safnað steinunum úr mýrinni. Á henni sat hann nú, hann litli, mó- leiti, bólugrafni Maxel, og horfði á eldinn, sem hitann lagði af á hann. Hann var hálfklæddur og hafði sveipað svarta sparifrakk- anum, hinu einasta, er hann hafði bjargað utan um sig. Fólk gekk ekki til hans; faðir minn vildi gjaman segja eitthvert huggun- arorð við hann, til að láta í ljós samhryggð sína, en hann þorði heldur ekki til hans. Maxel sat þar svo, að við héldum, að hann mundi stökkva upp á hverju augnabliki og æpa einhverja ótta- lega formælingu gegn himninum og steypa sér á bálið. Og þegar eldurinn loks aðeins sleikti um tóttina og berir hlóð- arsteinarnir stóðu upp úr öskunni, reis Mexel upp. Hann gekk að brunastæðinu, tók glóandi kola- stykki og kveikti í pípu sinni. Eg var ekki stór þá og gat ekki hugsað mikið. En það man ég: Þegar ég sá Litla-Maxel standa þennan morgun í birtingunni við eldstæðið og draga að sér og blása reyk úr pípunni, þá varð mér heitt um hjartaræturnar. Það var eins og ég finndi, hversu mikill mað- urinn er og forlögunum langtum yfirsterkari, og' eins og forlögun- um yrði eigi gerð meiri smán, en að blása með fullkominni festu og hugarró tóbaksreyk framan í þau. Og þegar kveikt var í pípunni, setti hann sig aftur á steinhrúg- una og leit yfir sveitina. Þér mynduð líklega gjarnan vilja vita, hvað hann hugsaði. Ég sömuleið- is. Seinna rótaði Litli-Maxel í ösk- unni og fann viðaröxi sína. Hann setti nýtt skaft á hana, dró hana á á hverfisteini nágranna síns — og fór að vinna. Síðan eru liðin mörg ár. Kring um mýrina er nú fallegur akur og engi, og á bruna- stæðinu stendur nýtt hús. Lítil börn vekja yndi í húsinu, og heim- ilisfaðirinn, Lith-Maxel, kennir sonum sínum að vinna og leyfir þeim einnig að reykja tóbak. Ekki allt of mikið — heldur litla pípu á réttum tíma. 20 STJÖRNW

x

Stjörnur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.