Stjörnur - 01.04.1951, Blaðsíða 20

Stjörnur - 01.04.1951, Blaðsíða 20
hús Litla-Maxels í björtu báli. Það hrundi rétt í þessu. Margir menn voru viðstaddir með járn- rekur og vatnsfötur; en það var ekkert annað að gjöra en standa og horfa á, hvemig seinustu glæð- urnar hnigu niður. Eldurinn æddi ekki, hann hvæsti eigi eða brak- aði, hann ólmaðist eigi um í loft- inu. Allt húsið stóð í einum loga, og eldurinn steig heitur og mjúk- ur til himins, sem hann var kom- inn frá. Spölkorn frá brunanum var steinhrúga, þar sem Marxel hafði safnað steinunum úr mýrinni. Á henni sat hann nú, hann litli, mó- leiti, bólugrafni Maxel, og horfði á eldinn, sem hitann lagði af á hann. Hann var hálfklæddur og hafði sveipað svarta sparifrakk- anum, hinu einasta, er hann hafði bjargað utan um sig. Fólk gekk ekki til hans; faðir minn vildi gjaman segja eitthvert huggun- arorð við hann, til að láta í ljós samhryggð sína, en hann þorði heldur ekki til hans. Maxel sat þar svo, að við héldum, að hann mundi stökkva upp á hverju augnabliki og æpa einhverja ótta- lega formælingu gegn himninum og steypa sér á bálið. Og þegar eldurinn loks aðeins sleikti um tóttina og berir hlóð- arsteinarnir stóðu upp úr öskunni, reis Mexel upp. Hann gekk að brunastæðinu, tók glóandi kola- stykki og kveikti í pípu sinni. Eg var ekki stór þá og gat ekki hugsað mikið. En það man ég: Þegar ég sá Litla-Maxel standa þennan morgun í birtingunni við eldstæðið og draga að sér og blása reyk úr pípunni, þá varð mér heitt um hjartaræturnar. Það var eins og ég finndi, hversu mikill mað- urinn er og forlögunum langtum yfirsterkari, og' eins og forlögun- um yrði eigi gerð meiri smán, en að blása með fullkominni festu og hugarró tóbaksreyk framan í þau. Og þegar kveikt var í pípunni, setti hann sig aftur á steinhrúg- una og leit yfir sveitina. Þér mynduð líklega gjarnan vilja vita, hvað hann hugsaði. Ég sömuleið- is. Seinna rótaði Litli-Maxel í ösk- unni og fann viðaröxi sína. Hann setti nýtt skaft á hana, dró hana á á hverfisteini nágranna síns — og fór að vinna. Síðan eru liðin mörg ár. Kring um mýrina er nú fallegur akur og engi, og á bruna- stæðinu stendur nýtt hús. Lítil börn vekja yndi í húsinu, og heim- ilisfaðirinn, Lith-Maxel, kennir sonum sínum að vinna og leyfir þeim einnig að reykja tóbak. Ekki allt of mikið — heldur litla pípu á réttum tíma. 20 STJÖRNW
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stjörnur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.