Stjörnur - 01.04.1951, Page 24

Stjörnur - 01.04.1951, Page 24
MONTGOMERY CLIFT hefur aðeins verið sýnilegur í tveimur kvikmyndum og hefur þó þegar aflað sér stjörnufrægðar. Vin- sældir hans eru ótrúlega miklar. Sagt er að kvenstjörnur í Holly- wood sækist mjög eftir því að fá Clift fyrir mótleikara og það ekki síður þær allra frægustu, en hin- ar yngri. En Montgomery Clift hefur ekki ginið við hverju hlut- verki, sem honum hefur boðizt. Hann er svo vandlátur, að hann er kallaður kræsnasti leikarinn í Hollywood. Hann segir: — Hversvegna ætti ég að vera að eyða dögum mínum í að leika í myndum, sem ég hef engan á- huga fyrir, þegar ég get látið mér líða prýðilega í gildaskálum, sam- kvæmum eða hvar á jarðarkringl- unni sem ég vil? Ég á enn drjúg- ann skilding eftir af launum mín- um fyrir síðustu myndirnar, og svo get ég komið fram í sjónvarpi. Ég athuga gaumgæfilega öll kvik- myndatilboð, sem mér berast og þegar það kemur, sem mér hent- ar, tek ég því. — Ein, í mesta lagi tvær kvikmyndir á ári er nóg fyr- ir mig. Nýlega hefur verið frá því skýrt, að Montgomery hafi tekið tilboði um að leika aðalhlutverk- 24 STJÖRNUR

x

Stjörnur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.