Stjörnur - 01.04.1951, Síða 30
KAREN er ung kona a£ norrænum ættum, hún hefur gifzt Antoníó fiskimanni frá
Strombólí, til að öðlast ítalskan borgararétt og losna úr flóttamannabúðunum. —
Hún elskar ekki mann sinn, en hún óskar þess heitt og innilega að henni auðnist
að verða honum góð kona. Lórenzó er æskuvinur Antoníós. Hann er vita-
vörður eyjarinnar, ungur og laglegur, enda mikið kvennagull. Hann virðist skilja
hina ungu flóttakonu betur en maðurinn hennar. Karen er mjög einmana, fólkið
á eynni lítur hana tortryggnisaugum, það vill ekkert hafa saman við hana að sælda.
Tilviljanir valda því að fundum hennar og Lórenzó ber hvað eftir annað saman.
Afbrýðisemi Antoníós er vakin. Karen segir honum að hún sé ástæðulaus.
Karen hefur lofað manni sínum því að forðast Lórenzó, en strax næsta dag hittast
þau — og hann fer ekki dult með hug sinn. Karen hafði farið niður til strandar og
hóf að leika sér í flæðarmálinu ásamt nokkrum drengjum. Þá kom Lórenzó þar á
báti sínum og bauð henni uppx. Henni fannst grunsamlegt að afþakka boðið — en
þegar verst gegnir kemur Antoníó. Hann skipar henni að koma yfir í bát sinn
og hún fylgir honum orðalaust heim. Þar gefur Antoníó reiði sinni lausan taum-
inn. Allar tilraunir Karenar til að skýra mál sitt eru árangurslausar. Hann ber hana
með krepptum hnefa, unz hún hnígur máttvana á gólfið. Er hún raknar við er
Anthoníó sofnaður. Hún flýr þá á náðir prestsins.
30 STJÖRNUR