Stjörnur - 01.04.1951, Blaðsíða 30

Stjörnur - 01.04.1951, Blaðsíða 30
KAREN er ung kona a£ norrænum ættum, hún hefur gifzt Antoníó fiskimanni frá Strombólí, til að öðlast ítalskan borgararétt og losna úr flóttamannabúðunum. — Hún elskar ekki mann sinn, en hún óskar þess heitt og innilega að henni auðnist að verða honum góð kona. Lórenzó er æskuvinur Antoníós. Hann er vita- vörður eyjarinnar, ungur og laglegur, enda mikið kvennagull. Hann virðist skilja hina ungu flóttakonu betur en maðurinn hennar. Karen er mjög einmana, fólkið á eynni lítur hana tortryggnisaugum, það vill ekkert hafa saman við hana að sælda. Tilviljanir valda því að fundum hennar og Lórenzó ber hvað eftir annað saman. Afbrýðisemi Antoníós er vakin. Karen segir honum að hún sé ástæðulaus. Karen hefur lofað manni sínum því að forðast Lórenzó, en strax næsta dag hittast þau — og hann fer ekki dult með hug sinn. Karen hafði farið niður til strandar og hóf að leika sér í flæðarmálinu ásamt nokkrum drengjum. Þá kom Lórenzó þar á báti sínum og bauð henni uppx. Henni fannst grunsamlegt að afþakka boðið — en þegar verst gegnir kemur Antoníó. Hann skipar henni að koma yfir í bát sinn og hún fylgir honum orðalaust heim. Þar gefur Antoníó reiði sinni lausan taum- inn. Allar tilraunir Karenar til að skýra mál sitt eru árangurslausar. Hann ber hana með krepptum hnefa, unz hún hnígur máttvana á gólfið. Er hún raknar við er Anthoníó sofnaður. Hún flýr þá á náðir prestsins. 30 STJÖRNUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stjörnur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.