Stjörnur - 01.04.1951, Blaðsíða 34

Stjörnur - 01.04.1951, Blaðsíða 34
var um megn að sýna mótþróa. Það var sem hún ætti ekki leng- ur neinn vilja, en hans vilji var svo sterkur. NOKKRUM dögum síðar sat Karen á klettasnös einni, allfjarri húsi þeirra, og horfði út á sjóinn. Antoníó var á leiðinni til hafs. Enn sá hún móta fyrir bát hans. Hann hafði verið svo glaður og fagnandi um morguninn, þegar hann borðaði dögurð sinn, áður en hann hélt á sjóinn. Hann virtist svo óumræðilega hamingjusamur þessa síðustu daga. Karen gat ekki skilið þetta. Að vísu hafði hann borið sigur af hólmi, hann hafði brotið mótþróa hennar á bak aftur. En hún gat ekki skilið, að það færði honum hamingju, að buga vilja hennar. Hann hlaut þó að sjá og skilja, að hún beygði sig aðeins í þögn og þolinmæði, að hún tók ekki þátt í gleði hans af eigin hvöt og vilja. Var hann það barn, að halda að hann hefði unnið ástir hennar? Voru karlmennirnir á Strombólí svo nægjusamir, að þeir gerðu sig ánægða með sljóva og hlutlausa undirgefni, héldu þeir að það væri ástin. Hún brosti hæðnislega. Hið sanna var, að þau voru nú lengra hvort frá öðru en nokkru sinni fyrr. Og hún fann, að hún myndi aldrei geta fyrirgefið Antoníó það, að hann skyldi nota sér líkamlegan og andlegan vanmátt hennar um morguninn, þegar presturinn hafði talið hana á það að snúa aftur til hans. Allt í einu heyrðist henni að nafn sitt væri nefnt. Hún litaðist um, en gat ekki séð neinn. En nú heyrði hún það aftur og greinilegar en áður. Þegar hún reis á fætur sá hún konuandlit gægjast upp fyrir klettabarð skammt frá henni, og magra hendi, sem gaf henni merki um að koma. Karen gekk þangað og sá að þetta var Lízetta. — Ég er með kveðju til þín frá Lórenzó, sagði hún. Karen gekk í hvarf fyrir barðið, því henni skyldist, að til þess var ætlazt, að enginn sæi fund þeirra. Lízetta var líklega hrædd um, að slúðurkerlingarnar myndu segja Antoníó frá því, að þær Karen hefðu hitzt. — Nú eru miklar líkur til þess, að Lórenzó lifi þetta af, sagði Lízetta hátíðlega, er Karen hafði sezt við hlið hennar. — Er hann aftur orðinn veikur? spurði Karen. Er það malarían? Lízetta horfði undrandi á Karenu. — Veiztu þá ekki hvað komið hefur fyrir? spurði hún. Veiztu þá ekki að Antoníó réðist á Lórenzó og stakk hann með hnífi? 34 STJÖRNUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stjörnur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.