Stjörnur - 01.04.1951, Qupperneq 41
undir einhverju yfirskyni. Og þegar ég
kem aftur, getur tækið sagt mér, hvað
gerzt hefur í htisinu, meðan ég var í
burtu. Það nær svo að segja hverju smá-
hljóði, sem orsakast í nánd við það, því
platan, sem hljóðbylgjurnar lenda á í
upphafi, er afar næm, auk þess, sem
einnig er hljómmagnari í tækinu, sem
margfaldar hvert hljóð, sem inn í það
fer. Og meðan það er í gangi, getur ekk-
ert hljóð farið framhjá því í húsinu, án
þess að það komi fram á pappírsræm-
unni. Þetta ætti þvx að verða mér ör-
uggur leiðarvísir, gagnvart konu minni.
— En ég held, að þú gerir ekki rétt með
þessu. Ég held, að þetta sé aðeins hugar-
burður hjá þér, — um að hún taki fram-
hjá þér — eða hefur |>ú orðið var við
það á nokkurn hátt?
— Nei, ekki beinlínis, en ég vil að-
cins losna við allan grun með þessu.
Því þegar annarhvor aðili í hjónabandi
er orðinn afbrýðissamur, þá er hjóna-
bandið engin sæla, lagsmaður. Við slíkt
% il ég ekki búa — alls ekki.
— En ert þú þá sjálfur konu þinni
svo trúr, sem skyldi? spurði Jónas og
brosti dauft.
Alfreð yppti öxlum og klóraði sér
xandra ðalega í hnakkanum.
— Ja, — ég veit nú ekki hvað á að
segja um það, sagði hann með semingi. en
bætti síðan við, ákveðið: — Nei, ég er
henni ekki trúr eiginmaður. Ég skal segja
þér, að ég var eitt sinn trúlofaður annari,
— fyrir mörgum árum. Svo kynntist ég
konu minni og giftist henni litlu síðar.
Og ég elska hana mjög innilega, en þrátt
fyrir það, hef ég aldrei slitið að fullu
sambandinu við hina fyrri. Ég kem oft
til hennar — og .... Hann yppti öxl-
um kærulevsislega. Það átti að tákua fiam-
haldið. Eg er nefnilega þannig gerður,
að ég get ekki til lengdar vcrið við eina
fjölina felldur. Og ef til vill hefur það
verið heimska af mér að gifta mig, því
. '. • aj ' ■ i 1 ■ .
ég vil, sem sé, eina i dag og aðra á
morgun, þú skilur.
Hann hló lítið eitt, og sagði síðan
hressilega: — Ef til vill hef ég sagt þér
of mikið, Jónas, en þú hleypur ekki með
þetta. Ég veit að ég má treysta þér. Þá er
bezt að korna ta-kinu fyrir. Ég fer í dag
og verð í burtu svo sem tvo daga. Tækið
á að geta gengið svo lengi.
Síðan tók hann tækið, stakk því í vas-
ann og þeir sneru út úr dyrunum. Jónas
hrökk svo við, að hann var nærri búinn
að hrópa upp yfir sig, því ttm leið og
hann snéri sér að dyrunum, sá hann —
konu Alfreðs hraða sér frá þeim og fram
í eldhúsið. Hún hafði þá staðið á hleri,
ef til vill allan tímann, og heyrt allt,
sem eiginmaður hennar sagði vini sín-
um. Hann horfði óttablöndnum augum
á Alfreð, en hann hafði ekki tekið eftir
þessu. Og þótt undarlegt mætti virðast,
sagði Jónas honurn ekkert frá þessu. Ef
til vill kom það til af því, að hann var
mjög á móti þessari ráðagerð Alfreðs, án
þess honum kæmi það þó að nokkru leyti
við.
★
ALFRE-Ð HOLGEORS ók hratt eftir
veginum, gegnum borgina í litlu, svörtu
Renaud bifreiðinni sinni. Hann hafði
komið tækinu fyrir í svefnherbergi þeirra
hjóna, og farið burt undir því yfirskyni,
að hann væri í sérstökum viðskiptaer-
indum, vegna einnar af uppfinningunt
sínum. Hann var með úttroðna ferðatösku
meðferðis, sem hann hafði lxeðið konxx
sína að láta ofan í fyrir sig, án þess
þó, að hann þyrfti hennar með. aðeins
til þess, að gera ferðalagið líklegra.
En hann fór ekki langt, — ekki einu
sinni út úr borginni. Hann stöðvaði bíl-
inn við lítið, hvítmálað hús og steig út.
Hér átti fyrrveiandi unnusta hans heima.
Hann barði að dyrum og hún kom út
að stundarkorni liðnu.
Það tirðu hinir mestu fagnaðarfundir,
*##
I