Stjörnur - 01.04.1951, Side 42
þau spjölluðu saman og hlógu. Þau gengu
inn í húsið og Alfreð tók töskuna með
sér.
Tveir dagar liðu, í ástarfuna og unaði
samverunnar, og við endurminningar lið-
inna ára. Htin vissi ekki, að hann var
giftur, og hann hirti heldur ekkert um
að segja henni það. Hvað kom það svo
sem inálinu við?
★
ÞAÐ urgaði í bílvélinni og bifreiðin
brunaði af stað. Eftir skamma stund var
Alfreð kominn að sínu rétta heimili.
Hann heilsaði konu sinni með kossi og
laug upp smávegis klausu um viðskipta-
árangur ferðarinnar.
.F.ftir að þau höfðu heilsast og talað
lítið eitt saman, fór kona hans frá og
kom aftur litlu síðar — og hélt á litlum,
flötum kassa í hendinni. — Hvað er þetta?
spurði hún. — Ég fann þetta á náttborð-
inu í svefnherberginu okkar.
Það Iifnaði yfir Alfreð og hann sagði
glaðlega:
— Nú, þarna kemur tækið mitt, sem
ég hélt mig vera búinn að tína. Ég hef
sennilega lagt það á náttborðið og gleymt
því þar. En nú skal ég sýna þér dálítið
smellið, ástin mín.
Hann sótti tækið, sem „framkallaði“
hljóðið og lét spóluna með pappírsræm-
unni inn í það. Spólan var þá útgengin,
yfir á aðra spólu — og alsett smáum,
svörtum strikum.
Alfreð var ekki laus við eftirvæntingu,
og ef til vill tilhlökkun, er hann setti
vélina í samband við rafmagnið. — Nú
heyrðist hljóð, — hlátur og kvcnmanns-
rödd sagði — Ertu kominn vinur?
Síðan heyrðist smellur, eins og í kossi,
fótatak og karlmannsrödd sagði:
— Ég elska þig svo mikið, Elsa, má ég
kyssa þig aftur?
Alfreð hrópaði upp yfir sig: — Elsa,
Elsa? — Hvernig stendur á þessu? Elsa er
— er — — einmitt — —.
Aftur heyrðist smella í kossi og síðan
heyrðist hlátur aftur.
Alfreð stökk til og kippti vélinni úr
sambandi. Hann sneri sér að konu sinni,
þrútinn af reiði:
— Hvernig fórstu að þessu? blés hann
út milli tannanna. — Þú hefur komið
tækinu á mig í stað þess að það átti að
vera á náttborðinu í svefnherberginu. —
Hvernig vissirðu um tækið og notkun
þess? Sagði Jónas þér það? Ha?
Kona hans hló storkandi.
— Já, auðvitað sagði hann mér það,
en hann hefði ekki þurft þess. Ég heyrði
allt, sem þú sagðir við hann í rannsókn-
arst.'funni, svo Irl >.<-H*) í töhkui-a þian,
þetta viðbjóðslega tæki þitt, sem varð
aðeins til að afhjúpa sjálfan þig og hina
viðurstyggilegu hræsni þína. Og þú hélst,
að ég væri þér ótrú, ha, ha! Og ég neita
því ekki, frekar en þú, eins og þú hefur
nú kunngert mér, hvernig þú hefur farið
á Jiak við mig. En ég læt þig líka vita
það, Alfred Holgeirsson, að hér á heim-
ilinu dvel ég ekki degi lengur.
Hún fór að fara í kápuna sína, meðan
hún sagði þetta. Hún tók svo litla hljóm-
upptökutækið, þeytti því að manni sínum
og hrópaði:
— Hana, hafðu þetta hjá þér, þú þarft
kannski að nota það einhverntíma við
þessa drós, sem þú tekur svo langt fram-
yfir mig. — Og ég get svo sem sagt þér
það, að við Jónas Jónsson ætlum að
gifta okkur í næstu viku. — Vertu sæll.
Hurðin féll að stöfum með háum smelli,
en Alfreð Holgeirsson hneig niður I stól,
algerlega ruglaður og máttvana.
42 *##