Stjörnur - 01.04.1951, Blaðsíða 44

Stjörnur - 01.04.1951, Blaðsíða 44
KoMir brlar. Smásaga eftir Guy de Maupasant. NÝLEGA stóð svohljóðandi í blöðunum: „Frá Boulogna-Sur- Mer, er blaðinu skrifað 22. jan.: — Sorglegt slys hefur bætzt við öll þau mörgu sem sjómanna- stéttin hér hefur orðið fyrir síð- ustu tvö árin. Fiskibátur, sem Javel formaður stýrði, lenti í brimgarðinum, þegar hann var að koma að og brotnaði í spón við hafnargarðinn. Þrátt fyrir allar tilraunir björgunarbátsins og margítrekaðar tilraunir til þess að skjóta línu til skipverja, drukkn- aði öll áhöfnin, fjórir skipverjar og drengur. — Óveðrinu hefur ekki slotað enn. Menn óttast að slysin verði fleiri.“ Hver var þessi Javel formaður? Er það bróðir Javels einhenta? Það rifjaðist upp fyrir mér saga, sem ég hei heyrt. Það munu vera um átján ár síðan. Þá var Javel eldri formaður á dragnótabát. Báturinn sá var mjög fengsæll. Hann var sterkur og þoldi vel flest veður, breiðbyggð- ur og kastaðist á öldunum eins og korktappi, plægði hafið með full- um seglum fyltum söltum stormi og hafði í eftirdragi stóra drag- nót, sem skóf hafsbottninn og krækti í allt það fiskakyns, sem mókti milli steinanna: flatfisk sem var hálfgrafinn í sandinn, stóra krabba með bognar klær og hum- ar með oddhvössum öngum. Þegar stinnings kaldi er og ald- an kröpp fer báturinn á veiðar. Nótin er fest á langa jámbenta tréstöng og lag't út á köðlum, sem renna á tveimur keflum á borð- stokknum. Og bátinn rekur fyrir vindi og straumi með þetta veiði- tæki í eftirdragi, sem rænir og ruplar á hafsbotninum. Javel hafði vngri bróður sinn með á bátnum, auk fjögurra há- seta og drengs. Hann hafði farið frá Boulogne í bezta veðri til þess að toga. En þrátt hvessti svo að um munaði og svo kom sveipur og báturinn missti seglanna og fór að reka. Hann rak upp að Eng- landsströnd; en þar hamaðist löð- urhvítt brimið við klettana, ólg- aði og sauð svo að ekki var viðlit að ná lendingu. Fleytan lagði frá 44 *#*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stjörnur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.