Stjörnur - 01.04.1951, Qupperneq 46
út eins langt og hún náði. Síðan
var farið að herða á festinni aftur
og lina á vaðnum, sem nótin var
í. Það tókst að lokum; og nú náð-
ist handleggurinn aftur. Hann
dinglaði þarna steindauður í
blóðugri treyjuerminni.
Javel yngri virtist gjörsamlega
frávita. Hann vr.r færður úr treyj-
unni og þá blasti við ægileg sýn.
Handleggurinn var eins og kássa
og blóðið fossaði úr sárinu. Þá
leit Javel á handlegginn og sagði:
—- Hvert í heitasta!
En blóðið streymdi í sífellu nið-
ur á þilfarið og einn skipverja
hrópaði:
— Honum blæðir út. Við verð-
um að stöðva blóðrásina!
Þá tóku þeir gildan, svartan
tjöruhampsspotta og bundu um
stúfinn og hertu á eins og þeir
gátu. Blóðrásin stöðvaðist smátt
og smátt og hætti loks alveg.
Javel yngri stóð upp, handlegg-
urinn dinglaði. Hann tók hann
með hinni hendinni, lyfti honum.
Allt var brotið, leggirnir komnir
í mél, vöðvarnir einir héldu hand-
leggnum föstum við líkamann.
Hann horfði raunalega og hugs-
andi á handlegginn og svo settist
hann á samanbrotið segl á þilfar-
inu. Félagarnir réðu honum til
að væta sárið í sífellu svo að ekki
hlypi drep í það.
Þeir settu vatnsstamp hjá hon-
um og réttu honum glas. Hann
fyllti það hvað eftir annað og jós
í sífellu í sárið.
— Þér skánar þegar þú kemur
undir þilfar, sagði bróðir hans.
Svo fór Javel yngri niður, en
kom brátt upp aftur. Honum var
ógeðfelt að vera einn. Hann sett-
ist aftur á seglið og fór að væta
handlegginn. -
Þeir höfðu veitt vel. Stórir
fiskar með hvítan maga lágu á
þilfarinu kringum hann og engd-
ust sundur og saman í dauðateygj-
unum; hann starði á þá, án þess
að hætta að væta sárið.
Þegar þeir voru komnir inn
undir Boulogne hvessti á ný, bát-
urinn hentist áfram og skoppaði
og hristi veslings sjúklinginn.
Nóttin féll á. Stormurinn ó-
látaðist þangað til í dögun. Um
sólarupprás sá til lands í Eng-
landi. En nú var farið að kyrra í
sjóinn og siglt beint inn til Frakk-
lanas aftur.
Undir kvöld kallar Javel á fé-
laga sína og sýnir þeim nokkra
svarta díla á handleggnum. Ljót
sjón. Sárið var farið að rotna á
dinglandi handleggnum, hand-
leggnum, sem ekki var hans leng-
ur.
Skipverjarnir horfðu á og sögðu
sem þeim sýndist:
— Það gat verið kolbrandur?
— Væri ekki bezt að lauga sár-
46 ***