Stjörnur - 01.04.1951, Síða 49
$tú(kft með lestinni.
Smásaga eftir COURT HELMER.
ÞEGAR lestin lagði af stað frá
Horsens, tók ég fyrst eftir henni.
Hún sat í klefa við hliðina á öldr-
uðum feitum karli, sem ég hélt
í fyrstu að væri faðir hennar.
Síðan skildist mér að svo væri
ekki
Hún var mjög fögur. Ég stað-
næmdist þessvegna í ganginum
fyrir framan klefadyrnar, þar sem
ég gat virt hana fyrir mér inn
um gættina. Tvisvar eða þrisvar
horfði hún í áttina til mín, en án
nokkurs áhuga. Það þótti mér satt
að segja undarlegt, því ég var í
nýjum liðsforingjabúningi og átti
því ekki að venjast, að ungar
stúlkur létu sem þær sæju mig
ekki. — Ég er, þótt ég segi sjálf-
ur frá, ekki ósnotrari piltur en
gerist og gengur, og liðsforingja-
búningurinn fór mér prýðilega.
Ég hafði nýlega öðlast rétt til að
bera hann, og þetta var í fyrsta
sinn, sem ég fékk leyfi eftir að
ég fékk hann. Það var því ekki að
undra, þótt ég liti í þá spegla, sem
á vegi mínum urðu. Nei, þessi
stúlka var eitthvað öðruvísi en
allar aðrar, — og hún missti ekki
aðdráttarafl sitt við það.
Mér var ekki í hug að gefast
upp í fyrstu atrennu. Ég leit aftur
inn um gættina og brosti til stúlk-
unnar, þegar augu okkar mætt-
ust. En hún flýtti sér að líta út
um gluggan. Ég hló með sjálfum
mér. Þetta þótti mér gaman. Þetta
var svei mér skemmtileg stúlka.
Við fórum framhjá Vejle og þá
er ekki langt til Fredericia og þar
þurfti ég að skipta um lest. —
Það væri gaman að vita hvert
hún væri að fara. Ég horfði enn
í áttina til hennar, ungur nýbak-
aður liðsforingi þarf ekki að vera
feiminn. Ég virti fyrir mér með
sívaxandi hrifningu vangasvip
hennar og dökka sjálfliðaða lokk-
ana. Mér fannst hún alltaf verða
fallegri og fallegri, því lengur sem
ég horfði á hana.
Feiti karlinn, sem sat við hlið-
ina á henni, hallaði sér upp að
þilinU og svaf, dró andann með
rykkjum og hálfhraut. Ég fylltist
viðbjóði. Að hugsa sér, að geta
hrotið við hliðina á þessari dá-
##* 49