Stjörnur - 01.04.1951, Qupperneq 50
samlegu stúlku — og það um há-
dag í glaðasólskini. Hann hefði
sannarlega átt það skilið, að vera
látinn rýma sætið fyrir ungum
pilti, sem betur hefði kunnað að
nota tækifærið.
Nú leit hún í áttina til mín. Ég
kipraði saman annað augað og
brosti. En hún svaraði ekki í sömu
mynnt. Hún horfði á mig skiln-
ingssljó og hissa.
Nú staðnæmdist lestin og hún
reis á fætur. En klefinn var
þröngur og hún greip báðum
höndum tvær heljarmiklar ferða-
töskur, sem voru á vegi hennar.
Ég flýtti mér að skjótast í gættina.
Ég lyfti hönd að húfunni kurt-
eislega.
— Ég skal taka töskurnar, ung-
frú.
Nú loks auðnaðist mér að sjá
hana brosa. Og hvílíkt bros, allt
andlitið Ijómaði, hvítar tennur,
yndislegar rauðar varir. Hún
brosti til mín. Hvílíkur sigur.
— Farið þér af hér, spurði ég.
Hún gekk fram í ganginn og
kinkaði kolli. Svo hélt hún áfram,
eins og leið lá eftir ganginum og
sté af lestinni. Ég fylgdi henni
eftir eins fljótt og ég gat. Tösk-
urnar voru þungar. Það var eins
og þær væru fullar af grjóti. Hún
hélt áfram og leit ekki við. Það
var drjúgur spölur upp í mót-
tökusalinn. Hún var alltaf á und-
an mér.
— Lísa! hrópaði ungur maður
og kom á móti henni með út-
breiddan faðminn.
— Eiríkur, stundi hún og varp-
aði sér um hálsinn á honum.
Osjálfrátt lét ég báðar töskurn-
ar falla til jarðar með þungum
skelli. Nei, þetta var þó sannar-
lega of langt gengið. Hvernig gat
stúlkan leyft sér að leika ungan,
laglegan, liðsforingja svona grátt.
Ég ræskti mig og hnippti í hand-
legginn á ungu stúlkunni.
— Afsakið ungfrú. Mín lest fer
eftir tvær mínútur. Hér eru tösk-
urnar yðar.
Hún leit við undrandi.
— Töskurnar mínar? Ég á ekki
þessar töskur, heldur feiti mað-
urinn, sem sat við hliðina á mér.
— Já, en en, stundi ég. Þér tók-
uð þær þó fram um leið og þér
fóruð.
— Ég ætlaði bara að hreyfa
þær ögn úr gangveginum, svo
ég kæmist út, svaraði unga stúlk-
an og brosti á ný sínu yndislega
brosi, sem að þessu sinni var til-
einkað öðrum en mér.
Svo stakk hún hönd sinni undir
arm Eiríks og þau gengu ham-
ingjusöm sína leið.
Ég greip á ný hinar blýþungu
ferðatöskur feita mannsins og
hraðaði mér sem mest ég mátti —
og náði lestinni.
50 ***