Stjörnur - 01.04.1951, Page 51

Stjörnur - 01.04.1951, Page 51
GUÐRÚN ÓFRÁTEKIN Framh. af siSu 2. ANNAÐ SVAR var að koma í þessu: „Ég var að lesa bréfið frá Guðrúnu í 3. Stjörnuhefti þessa árs. Hún veit ekki hvað hún vill. Tæplega fertugur maður, sem hún iýsir svo fallega, að maður hlýtur að fá samúð með og hrífast af, þótt maður hafi aklrei heyrt hann eða séð, elskar hana. Hann er hófsamur og nærgætinn við hana, býður henni allt það bezta, sem hann á völ á að veita, en gerir engar kröfur. — Þessi maður á áreiðanlega annað skilið en að honum sé sýnt fálæti. Mikið vildi ég að hann fengi fyrr eða síðar góða konu og mikla hamingju. Ég er ekki x neinum vafa um að hann yrði góður eiginmaður. En hann þarf að eignast konu, sem skilur hann og metur, sem elskar hann og virðir. Ég ætla ekki að gefa þér nein ráð, Guðrún. En trúað gæti ég því, að enda þótt þú segðir skilið við þennan mann og ungir piltar sæu að þú ert ekki frá- tekin, þurfir þú lengi að leita manns, sem betur væri við þitt hæfi. — Ég hef þá trú, að þessi „roskni maður", hafi það góðan smekk. að þú sért einmitt rétta konan handa honum, en ekki handa ein- hverjum strák 25 ára gömlum. — Móðir, sem hefur skrifað áður ★ Að halda sitt strik eða .... SVO ER ÞAÐ Karl Karlsson iðnnemi — og verzlunarstúlkan hans, sem vill sem fyrst verða frú og láta hann setjast í búðarholuna, þar sem henni leiðist. Karl vill fá að Ijúka sínu námi, í stað þess að verða verzlunarstjóri og háður tengda- fólki sínu. OIl sanngirni mælir með því, Karl, að þú fáir að halda þitt strik. Hér er miklu meira í húfi fyrir þig en unnustu þína. Þú átt hér að yfirgefa lífsstarf, sem þér Hér er ein góð og sameiginleg óskamynd af Bing Crosby og Fred Astorie. er hugleikið, til þess að geðjast hennar fólki og fiælsa hana úr leiðinlegri at- vinnu, sem hún annars yrði að vinna í tvö ár enn, í stað þess að komast strax í hjónabandið. Hún hlýtur að átta sig á því, að það er auðveldara fyrir hana að bíða í þessi tvö ár, en fyrir þig að takast á hendur ævistarf, sem þér er ekki geð- fellt. Og enda þótt þessi verzlun standi nú sæmilega föstum fótiim, er hún ekki vkk- ar eign, og áður en varir yrðir þú kann- ski sjálfur að brjóta þér nýja braut — þá væri betra að gera það á þeim vett- vangi, þar sem hæfileikar þínir og áhugi hafa haslað þér völl. Það er áreiðanlega bezt fyrir ykkur bæði að hún sýni skiln- ing og fórnfýsi og láti þig halda þitt strik. Ræddu þessi mál í fullri hrein- skilni við hennar fólk og það hlýtur að verða á þínu bandi. — Stirnir. ### 51

x

Stjörnur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.