Stjörnur - 01.04.1951, Page 54
— Því mið'ur er kaffið alltsaman bðið.
Ég ætla að fara inn til fjölskyldunnar, sem
býr hérna við hliðina og fá dálítið að láni.
Og það gerði hún.
I.itlu seinna kom htin inn með kaffið.
En á nieðan hún var að renna í bolla
unga mannsins var hringt.
Hún fór fram og opnaði og ungi mað-
urinn heyrði hana vera að tala við tvo
karlmenn frammi á ganginum. Þeir koma
síðan beina ieið inn í stofuna, þar sem
ungi maðurinn sat.
— Viljið bér gera svo vel og koma fram
með skjöl yðar um það hver þér eruð,
við koniiim frá lögreglunni.
Nú uuinu margir spýrja, hvernig gat
konan þekkt þorparann, eftir þeirri lýs-
ingu, sem af lionum var gefin? Hann hafði
rakað skegg sitt, litað hár sitt og keypt
sér gleraugu.
Hún segir að það hafi verið mjög auð-
velt. Ég hafði enga ástæðu til að gruna
þennan unga og alniennilega rnann. Hann
sýndi jafnan hina mestu kurteisi í húsi
mínu. En þegar ég sá, hve honura r arð
um, og minntist þess, að hafa séð hné-
buxur alveg eins og þær, sem hann átti
að hafa verið í, í klæðaskápnum hans,
þá skyldi ég strax, að það var hann,
sem verið var að auglýsa eftir. og lét
því eins og ég þyrfti að ná mér í kaffi.
Eg fékk nágranna minn til þess að síma í
lögregluna. Og það bezta var, að maður-
inn hélt að hann væri alveg öruggur, þótt
ég væri alveg viss um, að bað var hann.
★
Indversk endurhold^nn.
í SMÁBÆNUM Shalinger í Indlandi
hefir bramínastúlku einni tekizt að fá
alla bæjarbúa til að trúa því, að hún hafi
lifað mörgum sinnum áður en núverandi
jarðvera hennar hófst.
Stúlka þessi, sem nú. vekur rnikla at-
hygli er dóttir alþekkts og háttvirts
bramaprests, og ekki var hún nema
þriggja ára þegar hún byrjaði að segja
föður sínum frá fyrri tilveru sinui í
borginni Maglebad. Sagðist hún hafa
átt þrjá syni og hét sá elzti Sitaram
en sá næsti Ramsvaropp. í fyrstu tóku
foreldrar stúlkunnar ekkert mark á þessu
og töldu það hugaróra, en eftir því sem
hún varð eldri urðu frásagnir hennar
skýrari og hún kvaðst muna um fyrri
tilveru sína. Foreldrarnir neituðu cnn
að trúa henni og varð hún |)á reið og
tók að fasta. Kvaðst hún þá mundu geta
komist í samband við syni sína. Þá
loksins fóru foreldrar liennar að gefa
þessti gaum og fóru nú með henni til
Maglebad, þar sem hún sagðist hafa
verið áður. Þegar þangað kom benti
stúlkan á húsið, sem hún sagðist hafa
átt heima í. En ekki var allt þar með
búið. Þegar luin kom inn í húsið gekk
hún til gamals manns sem þar var inni
og inalti: Þessi maður er sonur minn.
Hún þekkti lika hina tvo syni sína og
vissi nöfn á mörgu fólki í bænum, sem
hún sagðist kannast við frá fyrri æfi
sinni.
Hefu’r þetta vakið afarmikla athygli
í Indlandi. Það þykir fullsannað, að
stúlkan liafi aldrei á núverandi ævi sinni
komið í þennan bæ fyr en í þetta sinn,
og gat þó lýst húsum og fólki jrar áð-
ur en hún kom þangað. Hún vill ekki
yfirgefa húsið sitt í Maglebad og seg-
ist hvergi eiga heima neina |iar. Og ,,syni
sína“ umgengst hún eins og móðir, þó
þeir séu orðnir garnlir og gráskeggjaðir
en hún kornung stúlka.
★
J.itið til baka.
Ungur ég um firnafjöll
fætur þreytti lúna.
Enn mér bendir cilíf mjöll
upp til hæstu brúna.
Loki.
54 STJÖRNUR