Goðasteinn - 01.09.2011, Blaðsíða 43
41
Goðasteinn 2011
Bjarna var ekki hvað síst hugleikið að segja frá dvöl sinni á Reyðarvatni og
kynnum sínum af tómasi Böðvarssyni.
Í bókum um Rangárvelli er nokkuð sagt frá tómasi og honum lýst svo að
hann hafi verið röskur meðalmaður á hæð, beinvaxinn og svarað sér vel, ljós-
litaður á hár og hörund með hátt enni og eygður vel. Hann var dugnaðar og
röskleikamaður, kappsfullur og hugmikill, manna hvatlegastur, ör í lund og
berorður, en jafnframt brjóstgóður og fljótur að bregðast við ef hjálpar var þörf.
Vínhneigður nokkuð og fyrirferðarmikill í samkvæmum og ferðalögum. Hann
var talsvert fjölhæfur, söngelskur og hagur og stundaði smíðar. ekki setti hann
ljós sitt undir mæliker, enda sagði Guðrún móðir hans: „Hann tómas minn,
hann getur allt. Hann er formaður, forsöngvari, fjallkóngur og besti smiður.“
Snemma bar á því að honum féll betur að vera veitandi en þiggjandi og til
marks um það er sú sögn að er hann gekk til spurninga fyrir fermingu að
Vestri-Kirkjubæ sem þá var prestssetur, var börnunum eitt sinn sem oftar boðið
inn að þiggja grautarspón, en grautur var þá algengar góðgerðir. en strákur var
ekki upp á það kominn, sneri á sig og sagði um leið og hann steig á bak: „Það
er nógur grautur til á Reyðarvatni.1
tómas vann að búi móður sinnar og stjúpa á Reyðarvatni þegar Bjarni réðst
þangað ungur maður. Verður hér fest á blað lítið eitt af frásögnum Bjarna af
þeim jafnöldrunum. Þeim varð fljótt vel til vina, en framan af gekk á ýmsu í
samskiptum þeirra.
Vinnumenn á Reyðarvatni fóru jafnan til sjóróðra á útmánuðum, svo að
ekki voru fleiri karlmenn eftir á bænum en nauðsynlegir voru til þess að hirða
skepnurnar. Hestar voru það margir á járnum að mennirnir gátu farið ríðandi í
verið og síðan fór einn þeirra með hestana aftur heim og fór svo fótgangandi í
verið. Vinnumennirnir skiptust á um þetta verkefni og var það einu sinni þegar
fallið hafði í hlut Bjarna að reiða hina og hann var kominn heim og háttaður
upp í rúm að ein vinnukonan kemur til hans og er svona ósköp altilleg, fer að
laga koddann hans og svoleiðis nokkuð. Þetta þótti Bjarna svolítið skrítið og
þá kemur allt í einu í hug hans: „Það skyldi þó aldrei vera að hún sé búin að
taka við getnaði af honum tómasi. Og hvað kom ekki á daginn“ bætti hann við
„nema þetta var svona. tómas var þá trúlofaður Guðrúnu og hefur kannski ekki
verið búinn að segja henni að hann ætti barn í vændum og þeim hefur þótt ráð
að koma því á mig.“ en Bjarni vildi enga blíðu af stúlkunni þiggja, sneri upp á
sig og kvaðst ætla að fara að sofa, enda ætlaði hann að leggja snemma af stað
1 Sjá Helga Skúladóttir: Rangárvellir bls. 89 og 90 og Valgeir Sigurðsson:
Rangvellingabók bls. 355).