Goðasteinn - 01.09.2011, Blaðsíða 73
71
Goðasteinn 2011
farið hafði forgörðum í anddyri skólans. listamaðurinn var eins og áður Bene-
dikt Gunnarsson frá Suðureyri. Kona hans er Ásdís Óskarsdóttir úr Vík. Okkur
finnst þau tilheyra hópnum okkar. Þau kynntust í Skógum og horfðust fyrst í
augu í forsalnum, þar sem listaverkið var og hið nýja er. Á listaverkinu má líta
jökulhvel efst, eld í iðrum jarðar, grös og fugl í hlíð ásamt björk, tákni æsku
og endurnýjunar, sand og haf og til hliðar fulltrúa hins mannlega samfélags,
áhrifavalda svæðisins, sem veittu vötnum, hvor á annan, galdramennina löð-
mund á Sólheimum og Þrasa í Skógum og fjársjóður Þrasa undir Skógafosssi er
sýndur í milljónfaldri stækkun eins vatnsdropa.. Árið 2001 fengum við lista-
manninn Benedikt Gunnarsson enn til liðs við okkur til að mála myndir af 2
kennurum okkar, Jóni Jósep Jóhannessyni frá Hofsstöðum í Skagafirði, sem dó
60 ára 1981 og Albert Jóhannssyni frá teigi í fljótshlið, sem dó 1998 72ja ára.
Þær eru á vegg í kennslustofu Skógaskóla. Þessa daga eru brekkurnar hjá Skóg-
um dökkbrýndar vegna óláta náttúrunnar, öskufalls úr eyjafjallaskallanum
gamla síðustu vikur. Spölinn heim að staðnum syngjum við félagar skólasöng-
inn ,,Komið heil, komið heil til Skóga”, sem sr. Sigurður í Holti gaf skólanum
og frumflutti 13. desember 1949. Þakka þér Þórður Tómasson fyrir safnið, sem
er, staðarprýði, héraðsprýði, þjóðarstolt og heimsgersemi eins og þú sjálfur og
hér er vísukorn frá síðasta sumri til staðfestingar á því:
Safnið er lifandi, sagan hér öll
segir frá afrekum nógum.
Með lífsstarfi sínu flutt hefur fjöll
fræðarinn Þórður í Skógum.
(Kveðið við stemmu Svanborgar lýðsdóttur á Keldum
,,tíminn ryður fram sér fast”)
Það gefur deginum aukið gildi, að taka þátt í Oddastefnunni. Þakka þér
Þór Jakobsson, formaður Oddafélagsins fyrir að halda lifandi þessu félagi og
fyrir von um fræðasetur á Sæmundarvöllum að Odda á Rangárvöllum í náinni
framtíð.