Goðasteinn - 01.09.2011, Blaðsíða 88
86
Goðasteinn 2011
um á flestum jörðum þessara sveita. En það var ekki fyrr en um 1890 að menn
fóru að tala í alvöru um að við svo búið yrði ekki unað. Þann 8. júní það ár
voru 50 bændur skikkaðir til að hlaða grjóti og torfi fyrir 10 faðma ál í til-
raunaskyni en vinnuframlag þeirra varð minna en vonir stóðu til. Vigfús Berg-
steinsson hreppstjóri á Brúnum í Vestur-eyjafjallahreppi var helsti hvatamaður
aðgerða um og eftir aldamótin. Barátta hans og sveitunga hans leiddi til þess að
árið 1910 var byggður mikill varnargarður fyrir Markarfljótið, í suðvestur frá
Seljalandsmúla. Árið 1911 ritaði hann grein í Skyggni, blað ungmennafélags-
ins Drífanda í Vestur-Eyjafjallahreppi, sem hann nefndi Markarfljótsgarðurinn.
Þar segir hann frá aðdraganda og byggingu garðsins.
Sæmundur eyjólfsson, frá Sveinatungu í Norðurárdal, sá merki búfræðingur
og ráðunautur Búnaðarfélags Suðuramtsins mun fyrstur manna hafa kveðið
upp úr um hvar skyldi byrja og hannaði fyrstu varanlegu framkvæmdina til
að varna fljótinu að renna austur með Eyjafjöllum. Árið 1895 lagði hann til
að gerður yrði garður til suðvesturs frá Seljalandsmúla. Sæmundi rann til rifja
hvað náttúruöflin léku byggðirnar í Rangárvallasýslu grátt. Sandfokið sótti að
efri hluta sýslunnar en vötnin að sunnan. Hann ritaði margar greinar um þess-
ar ógnir í Búnaðarritið og víðar. Ýmsar smátilraunir voru gerðar til að teppa
farvegi fljótsins hér og þar sem veittu aðeins stundargrið. Sæmundur gerði ráð
fyrir að garðurinn yrði allur úr aðfluttu efni og yrði um 30 fet að þykkt að neð-
an og ætti að vera úr sniddu, möl og grjóti.
einnig mældi Sveinbjörn Ólafsson búfræðingur frá Hjálmholti fyrir garði á
sama stað árið 1901 og gerði kostnaðaráætlun er nam 16.000 kr. Sigurður thor-
oddsen landsverkfræðingur og Sigurður Sigurðsson, ráðunautur frá langholti
og síðar búnaðarmálastjóri, skoðuðu aðstæður árið 1901 og álitu að garðurinn
mætti vera talsvert þynnri en bæta ætti á hann grjóti og lengja; þeir töldu að
kostnaður yrði vart undir 15.000 kr. Sigurður Sigurðsson kannaði að nýju að-
stæður árið 1908 og taldi að þykkt garðsins að neðan yrði að vera þrisvar sinn-
um hæð hans, plús þykkt hans að ofan sem var áætluð þrjú fet. Í hleðsluna átti
að nota tígulmyndaða mýrarhnausa en innri kjarni garðsins mátti vera úr möl,
kostnaðinn áætlaði hann nú 12.000 kr.
Á tímabilinu frá 1890 til 1909 var eðlilega klifað á því að byrjað yrði á fram-
kvæmdum og enn var horft til stóru vandamálanna undir Vestur-eyjafjöllum.
Væntanlega hefur menn ekki órað fyrir því hvað það væri gríðarlega umfangs-
mikið verk að beisla fljótið. Hreppsnefndin leitaði skriflega til Búnaðarfélags
Íslands árið 1902, en án árangurs, og landstjórnarinnar og var þá Sigurður
thoroddsen landsverkfræðingur sendur á staðinn. Hann gerði grein fyrir þeim
mikla kostnaði sem yrði að leggja í við þjóðveginn ef Markarfljót fengi óáreitt