Goðasteinn - 01.09.2011, Blaðsíða 55
53
Goðasteinn 2011
Sagðist Jón ekki muna eftir hvar eða hvurnig hann hefði komizt
yfir lækinn, en kvaðst helzt hafa óttazt fyrir ef þar hitti á lækinn er
hann var ófær yfir að komast, sem hann sumstaðar er. Gengur Jón
nú heim, en er hann kemur í baðstofu féll hann í ómegin er hann sá
ljósið. (JÁ iii, 374-75)
Skemmst er frá því að segja að Jón var svo fársjúkur eftir átökin að prestur
var kallaður til og hann þjónustaður daginn eftir. eftir það létti honum, lá í viku
og varð svo albata. Stelpan sást aldrei aftur en Jón taldi víst að þetta hefði verið
sending frá Eyjólfi í Skál.
Í Íslenskum sagnaþáttum og þjóðsögum Guðna Jónssonar sem ólst upp á
Leirubakka á Landi skammt frá Næfurholti, má finna fleiri gerðir sögunnar.
ein er höfð eftir Árna bónda Hannessyni í Hrólfsstaðahelli (1873-1966) en
hann hafði heyrt hana hjá tveimur sonardætrum Jóns í Næfurholti; ingveldi
Jónsdóttur frá Klofa og Ásdísi Runólfsdóttur í Næfurholti. Hafði þeim borið
saman í öllum atriðum. Nú eru gimbrarnar aðeins tvær og gráflekkóttar og
fundur bændanna verður á eyrarbakka en ekki í Reykjavík. Jón er kvöld eitt á
leið heim úr Svínhaga og við Stórastein kemur eitthvað ofan Bjólfellið og ræðst
á hann.
urðu stimpingar harðar, en þokaðist þó allt af inn með fellinu í áttina
að Næfurholti. tókst Jóni að komast að Næfurholtslæk, en þar sem
hann kom að honum er stór steinn, sem dvergasteinn heitir. Skildi
með þeim við steininn, en þá var Jón orðinn svo þjakaður, að hann
komst með naumindum heim og lá rúmfastur lengi vetrar. ekki varð
Jón kveðjunnar var upp frá þessu og sagt var að hann hefði sent
hana heim til föðurhúsanna og því til sönnunar, að bóndinn í Skál
hefði látist um þessar mundir mjög snögglega. (GJ ii, 152-153)
Útilegumaður sendir draug á Jón
Guðni hefur aðra og lengri sögu eftir Jóhannesi Magnússyni (1861-1927) frá
Skarfanesi, en honum hafði sagt Margrét Jónsdóttir Brandssonar (1805-1890)
sem hann segir að hafi verið niðursetningskerling í Ósgröf um áttrætt, þegar
Jóhannes var unglingur í Skarfanesi.
Á fyrra hluta 19. aldar bjó bóndi sá í Næfurholti á Rangárvöllum
er Jón hét. Næfurholt er næsti bær við Heklu. eigi var Jón með
ríkismönnum talinn, en þó átti hann allmargt ganganda fé, enda
er Næfurholt fjárjörð góð, skógauðug og víðlend, allt inn til fjalla
og afrétta. Smalamennskur eru þar langar og erfiðar, en það var