Goðasteinn - 01.09.2011, Blaðsíða 153
151
Goðasteinn 2011
D listi sjálfstæðismanna hlutu 329 atkvæði eða 33,6% og tvo menn kjörna
þau elvar eyvindsson og Kristínu Þórðardóttur.
V listi vinstri grænna hlutu 122 atkvæði eða 12.5% og einn mann kjörinn
Guðmund Ólafsson.
Nýir sveitarstjórnarmenn eru Ísólfur Gylfi Pálmason, Lilja Einarsdóttir,
Kristín Þórðardóttir og Guðmundur Ólafsson.
eftirtaldir sveitarstjórnarmenn létu af störfum og buðu sig ekki fram, þau
Ólafur eggertsson, f.v.oddviti, Kristín Aradóttir, Solveig eysteinsdóttir, áður
hafði unnur Brá Konráðsdóttir látið af störfum en varamaður hennar var Óskar
Magnússon. fráfarandi sveitarstjórnarmönnum eru þökkuð þeirra störf í þágu
sveitarfélagsins.
Ný sveitarstjórn skipti með
sér verkum. Sveitarstjóri er
Ísólfur Gylfi Pálmason, odd-
viti fyrstu tvö árin er Guðlaug
Ósk Svansdóttir og formaður
byggðaráðs fyrstu tvö árin er
Haukur Kristjánsson. Áfram
vinna sömu starfsmenn í
stjórnsýslu sveitarfélags-
ins þau: Ágúst ingi Ólafsson
skrifstofustjóri, Þuríður H.
Aradóttir markaðs- og kynn-
ingarfulltrúi, Hjördís Mar-
mundsdóttir launafulltrúi, unnur María Rósardóttir aðalbókari, Margrét Jóns-
dóttir, Ríkey Þorbergsdóttir og einar Grétar Magnússon verkefnastjóri. Á árinu
lét Sigurgeir Bárðarson, verkstjóri í áhaldahúsi sveitarfélagsins af störfum eftir
35 ára farsælt starf. Böðvar Bjarnason tók við starfi Sigurgeirs.
Menningarmál
Mikið og öflugt félagslíf er í sveitarfélaginu sem setur mikinn svip á mann-
lífið og samfélagið í heild. Yfir vetrarmánuðina eru starfandi fjölmargir kórar
og eru æfingar alla virka daga vikunnar. Meðal þeirra kóra sem störfuðu í ár
eru Karlakór Rangæinga undir stjórn Guðjóns Halldórs Óskarssonar, Kvenna-
kórinn ljósbrá undir stjórn eyrúnar Jónasdóttur, Gospelkór Suðurlands undir
stjórn Maríönnu Másdóttur, Hringur kór eldri borgara, barnakór Hvolsskóla og
kirkjukórar í sóknum sveitarfélagins.
Elvar Eyvindsson afhendir lyklana til Ísólfs Gylfa
Pálmasonar við sveitarstjórnaskiptin.