Goðasteinn - 01.09.2011, Blaðsíða 120
118
Goðasteinn 2011
til starfa 1967 í eigin húsnæði en þá var tekinn í notkun sjálvirkur sími.34
Sláturfélag Suðurlands reisti sláturhús árið 1941 á Hellu.35 Vinnufatagerð
Suðurlands var stofnuð 1949 í Þykkvabænum en á sjötta áratugnum var farið
að reka hana á Hellu jafnframt,36 en þar fyrir utan má segja að kaupfélagið hafi
verið alls ráðandi í atvinnurekstri á staðnum. einkafyrirtæki byrja að hasla
sér völl upp úr því. fyrst er að telja Mosfell sem enn starfar, en það byrjaði á
framleiðslu vinnuvettlinga og vinnufata, en fljótlega hóf það verslunarrekstur
auk annars er frá leið. Þá má nefna trésmíðaverkstæðið Rangá sem var stofnað
1963. Glerverksmiðjan Samverk var stofnuð 1969 og er enn rekin. Mörg fyr-
irtæki af ýmsum toga hafa verið stofnuð í tímans rás, sum lagt upp laupana en
önnur náð að dafna eins og gengur.
Það sem helst er eftirtektarvert í þróun íbúðarbyggðar í þessu samhengi er
að upp úr 1963 fer að koma kippur í fjölgun íbúa og heldur sú þróun áfram allt
fram yfir 1980. Þetta gerist samfara stofnun einkafyrirtækja og þjónustu af
ýmsum toga sem byggðist upp á Hellu. Jafnframt byrja virkjanaframkvæmdir í
lok sjöunda áratugarins (Búrfell, Sigalda og Hrauneyjafoss), sem höfðu veruleg
áhrif á afkomu og þróun íbúabyggðar Helluþorps. Íbúatala í þorpinu árið 1963
var 197 en árið 1973 var hún komin í 408 eða hefur með öðrum orðum rúmlega
tvöfaldast og fjölgar svo frekar um 65 næsta árið.37
Það er allur gangur á því hvernig fólk velur sér búsetu. Oftast ráða atvinnu-
möguleikar þar miklu um. Þá má ekki gleyma atriðum eins og náttúrufegurð
átthagatryggð sem og ýmsu öðru. loks er þess að geta að stundum getur fólk
fengið örlitla aðstoð í þessum efnum eins og eftirfarandi saga sýnir: „ Hérna
koma samskipti okkar ingólfs, sem urðu til þess að ég bý á Hellu enn, þó ekki
hafi ég ætlað mér það í upphafi. Við hjónin byrjuðum búskap okkar í leigu-
húsnæði á Hellu og unnum bæði hjá Kaupfélaginu Þór. Þá ber það til að okkur
býðst húsnæði til kaups í Þorlákshöfn og við förum á laugardegi að skoða, á
sunnudegi er bankað og inn snarast Ingólfur Jónsson beint í flasið á mér, grípur
í hönd mína og segir; „Þið byggið á Hellu og takið efnið út hjá Kaupfélag-
inu.“ Ég stundi einhverju upp og hann var farinn. einhvern veginn kom ekki
annað til greina en að byggja og setjast að á Hellu og starfa þar.“38 Þessa frásögn
hef ég frá ágætri konu sem ekki flutti til Þorlákshafnar.
Þótt landnám þjóðar eigi sér aðeins eitt upphaf, nemur hver kynslóð sín lönd,
mann fram af manni. Hún markar söguna sínum sporum, þótt gengin sé feðr-
34 Jón Þorgilsson. „Hella fimmtíu ára“, Sveitarstjórnarmál 1. tbl. 1978, bls.7.
35 Sláturfélag Suðurlands 50 ára (Reykjavík 1957).
36 Jón Þorgilsson. „Hella fimmtíu ára“, Sveitarstjórnarmál 1. tbl. 1978, bls. 6.
37 tekið af vef Hagstofu Íslands. (sótt á vef 3. maí 2010)
38 Sigrún Ólafsdóttir, íbúi á Hellu. tölvupóstur til höfundar 22. október 2009.