Goðasteinn - 01.09.2011, Blaðsíða 201
199
Goðasteinn 2011
Ólafur sigurður Þórarinsson
Lífið sem við kveðjum í dag og felum góðum Guði
var 2 daga gamalt þennan mánaðardag árið 1928
í Ólafsvík á Snæfellsnesi. drengurinn var fæddur
21. júlí sem þá bar upp á laugardag og látinn heita
Ólafur Sigurður. Ólafur var yngstur 6 barna hjónanna
fanneyjar Júlíönnu Guðmundsdóttur og Þórarins
Kristins Péturssonar, sjómanns. Með Ólafi eru börnin
öll gengin á vit feðra sinna.
Ólafur var mikið til sjós þegar hann var ungur. Á
vertíð frá Keflavík lágu leiðir hans saman við leið Kristínu Ólu Karlsdóttur sem
þá var 19 ára gömul og ráðskona hjá áhöfn bátsins í landi. Verk hennar var að
útbúa bitakassa og elda þeim kvöldmat.
Atvikin höguðu því þannig, að þau tvinnuðu líf sitt saman og fluttu austur að
Háfi árið 1951 sem þá var eyðijörð, þó landnámsbýli væri og kirkjustaður forn.
Alkomin voru þau þangað árið 1953. Þau byrjuðu með tvær hendur tómar í litlu
húsi með 3 börn á óþekktum stað, sem beið uppbyggingar og umbreytingar
lífssögunnar. Sjö börn áttu eftir að bætast í barnahópinn á Háfi og enn fleiri
barnabörn þegar tími þeirra rann upp.
Margt spynnst í lífssögunni á 60 árum. Staðurinn nýtur góðs af striti,
framtíðin markast og hlutverki fyrir þjóð og þjóðfélag innt hendi sérhvern
dag áður en horfið er á braut, þegar dagarnir verða ekki fleiri. Hópurinn hér í
kirkjunni ber vott um ævi starfið, þið eigið minningarnar.
en á meðan dagar gefast, getum við gengið til verka og haldið áfram. Það
er Guðs gjöf að geta vaknað -því sérhver dagur er nýr. Og rétt eins og vonin
sem vaknar við sólarupprás, þá er ákveðinn söknuður sem greina má að kveldi,
við sólarlag. Þannig er líka með lífshlaupið frá vöggu til grafar. Allt hefur sinn
tíma.
Á kveðjustundu verður okkur hugstætt það, sem mótar manninn og fátt eitt
er víst í þeim efnum. Biblían talar enda um það að maðurinn sé mótaður af leir
jarðar sem Guð blés lífsanda í. Þetta segir okkur að við þiggjum lífið og að við
erum öll úr sama efniviðnum. Það er hægt er að móta manninn á marga vegu og
maðurinn getur ráðið miklu um það sem úr verður, rétt eins og með leirinn. Það
má móta margt úr honum. eins er okkur hugstætt hvað látinn ástvinur veitti
okkur. Hvernig hann mætti okkur, og við honum.
Við látum hugann reika um það sem verið er að kveðja, þökkum og biðjum
fyrir lífinu sem var lifað blessunar, staðnum og stöðunum sem lifað var
blessunar.