Goðasteinn - 01.09.2011, Blaðsíða 167
165
Goðasteinn 2011
og ástvini, gæfa þeirra og gleði, var helsta yndi hennar og áhugamál. Heimilið
var hennar helgistaður og þangað var gott að koma. Hlýleiki hennar og vinátta í
allri framkomu laðaði alla að henni þegar við fyrstu kynni, og hún var raungóð
og reyndist öllum vel. er því að vonum að vinir, venslafólk og aðrir sem kynnt-
ust henni hafi laðast að henni.
Hún tók virkan þátt í starfi kvenfélagsins Fjallkonunnar og var þar formaður
um skeið. Og þeir sem áttu samleið með henni þekktu það svo vel hversu reiðu-
búin hún ávallt var til starfa, og sérhvert viðvik sem hún var beðin um var
sjáflsagt og innt af hendi af þeirri samviskusemi sem hún átti besta.
Ása andaðist á Kirkjubæjarklaustri 11. maí 2010 og fór útför hennar fram frá
eyvindarhólakirkju 22. maí 2010.
Sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir
Bjarni davíðsson
Bjarni fæddist í Reykjavík þann 1. janúar 1959.
foreldrar hans voru hjónin ester Helgadóttir og dav-
íð davíðsson. Bjarni var fjórði í hópi 6 systkina, en
þau eru; Kjartan, edda, davíð, Kári og Skúli. Hann
ólst upp á Sóleyjargötunni í Reykjavík og upplifði æv-
intýrin við hvert fótmál, líkt og barna er siður.
Að loknum grunnskóla fór hann í bændaskólann
á Hvanneyri, því hann átti sér stóra drauma um bú-
skap og íslenska hestinn. Ævistarf hans laut að hesta-
mennsku. frá barnsaldri hafði hann mikið dálæti á hestum og frjálsar stundir
á yngri árum voru flestar nýttar í hestastúss, tamningar og útreiðar.
Á Hvanneyri kynntist hann eftirlifandi eiginkonu sinni Önnu lilju Ólafs-
dóttur f. 24. apríl 1959 og gengu þau í hjónaband 7. mars 1978. Börn þeirra eru;
Ólafur Ómar f. 1979, davíð f. 1983, elín f. 1989 og ingunn f. 1992.
Þau byrjuðu með tvær hendur tómar en endalausa bjartsýni og dugnað í
farteskinu. Og eftir að hafa stundað hefðbundinn búskap í Mykjunesi í Holtum
í 10 ár, ráðsmennsku á ræktunarbúinu Sandhólaferju í nokkur ár og aflað sér
dýrmætrar reynslu og þekkingar í gegnum fjölþætt bústörf og ræktun þar, var
stefnan að lokum tekin til Danmerkur og í samstarfi við Kjartan bróður hans
varð draumurinn að veruleika. Á Borg á Jótlandi hafa þau síðustu 8 ár starfrækt
myndarlegan hestabúgarð, rekið hótelgistingu, byggt reiðhöll, og hvar ræktun,
tamningar, hestasala og sýningar hafa borið hróður íslenska hestsins vítt um
danska grund.
Fjölskyldan var gleðin í lífi hans og fyrir hana var hann forsjóninni þakk-