Goðasteinn - 01.09.2011, Blaðsíða 170
168
Goðasteinn 2011
einar ingvarsson
einar ingvarsson var fæddur í húsinu við laugaveg
20a í Reykjavík hinn 23. maí 1924 og ólst þar upp í
faðmi vel megandi foreldra, hjónanna ingvars Sig-
urðssonar bankamanns, cand. phil., f. 1885 - d. 1952
og Mörtu einarsdóttur kaupmanns, f. 1896 - d. 1953.
Þeim hjónum varð 5 barna auðið og var einar eini
drengurinn og annar í röðinni, en systur hans eru þess-
ar í aldursröð: Kristín fædd 1922, Anna Ragnheiður
fædd 1926, ingunn fædd 1929 og yngst er Bergljót
fædd 1930. einar lést á elliheimilinu Grund 1. september 2010.
einar óx úr grasi í miðbæ Reykjavíkur á öndverðri síðustu öld, upplifði þær
gríðarlegu breytingar sem urðu á þessum ört vaxandi bæ þar sem flestir þekktu
eða könnuðust hver við annan, menn ríðandi eftir laugaveginum ellegar hesta-
kerrur á ferð með vörur í verslanir, í að verða stór og erilsöm borg með viðeig-
andi kostum og göllum sem slíkum samfélögum gjarnan fylgir.
Hann stundaði barna- og unglingaskólanám sitt við Miðbæjarskólann í
Reykjavík sem stendur við tjörnina. Að því námi loknu lá leið hans nánast
í næsta hús til áframhaldandi mennta en hann lauk einmitt stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1945. eftir það lá leið einars út á vinnu-
markaðinn en hann rak um árabil kjörverslunina Hofteig að laugavegi 20a,
einmitt í því húsi sem hann fæddist í, en veslunin dró nafn sitt af fæðingarstað
móður hans, Hofteigi á Jökuldal. eftir að hann hætti rekstri verslunarinnar hóf
hann störf við Síldar- og fiskimjölsverksmiðjuna Klett en réðst síðar til starfa
hjá Reykjavíkurborg hvar hann starfaði meðan aldur leyfði.
Þann 27. febrúar árið 1954 kvæntist einar Sólveigu Magnúsdóttur frá Árna-
gerði í fljótshlíð en hún var f. 6.sept. 1926. Þau hófu búskap sinn í bárujárnshúsi
við Bergþórugötuna og bjuggu þar þangað til þau fluttu í hús sitt í Barðavogi
26, þar sem þau bjuggu meðan bæði lifðu.
einari og Sólveigu varð ekki barna auðið en fyrir átti Sólveig soninn Magn-
ús Óskarsson trésmíðameistara en hann er f. 29.11.1948. eiginkona hans er Þur-
íður Jónsdóttir og eru börn þeirra Jón Arnar, Harpa Sigríður og einar Kári.
Við fráfall Sólveigar í maí 1996 missti einar ekki einasta lífsförunaut sinn
heldur einnig sinn hjartans vin. Hann seldi húseign sína í Barðavogi fljótlega
eftir fráfall hennar og keypti sér íbúð í háhýsi við Klapparstíg og bjó þar alveg
til síðust áramóta, en þá hafði hann legið á spítala um nokkurt skeið og eftir
spítalavistina flutti hann inn á Grund þar sem hann lést 1. sept sem áður getur.
einar ingvarsson var ljúfur maður, gamansamur og léttur í lund en ábyrgur