Goðasteinn - 01.09.2011, Blaðsíða 172
170
Goðasteinn 2011
Sumarið 1949 var Guðbrandur sendur austur fyrir Fjall. Hann var þá í flokki
manna sem voru að rafvæða bæi og býli. lífsgæðin sem fylgdu rafmagni voru
ótvíræð og því biðu margir eftir þessum mönnum sem kunnu listina að leggja
víra og koma ljósinu inn. unhóll í Þykkvabænum var einn þessara bæja og
þannig vildi það til að fleira tengist en rafmagnið. Guðbrandur þá 29 ára gamall
kynntist Sigurfinnu Pálmarsdóttur.
Sigurfinna stóð þá á 24. aldursári en hún er fædd 16.8.1925. Hún er elsta
barn hjónanna Pálmars Jónssonar bónda og bátasmiðs (f. 9.6.1899, d.7.3.1971)
og Sigríðar Sigurðardóttur húsmóður (f.17.03.1901, d.18.12.1989). Sigurfinna sá
þar að starfi prúðan og rólega mann, og þótti hann vera ólíkur strákunum í
Þykkvabænum. Um það leyti sem rafljósin fóru að loga í Unhóli þá kom í ljós
að ástin hafði kviknað í bjóstum unga fólksins og þau giftu sig 16. júní 1952 og
fóru að búa saman í liltu herbergi vestan af í unhóli og þá með foreldrum Sig-
urfinnu þar til þau höfðu lokið við að reisa húsið sitt. Unhóll var heimili þeirra
alla tíð og vinnustaður að mestu, í umhverfi sem var æskuslóðunum ólíkt um
flest. Samfara búskap og kartöfluræktinni og öðrum tilfallandi störfum, vann
Guðbrandur að rafvæðingu og lagði fyrir rafmagni í mörgum húsum og víða.
Á árunum 1974-1990 vann hann hjá Kaupfélagi Rangæinga á Hvolfsvelli við
rafvikjun. Hann var ekki skólagenginn í því fagi en kunnáttumaður varð hann,
og hann var vandvirkur, vinnusamur og verklaginn í höndunum og metinn af
miklum verðleikum. Rafmagnstaflan hér í Þykkvabæjarkirkju er handverk hans
og var um tímabil kennsluefni og dæmi í námi rafvirkja um hönnun og snyrti-
mennsku við frágang á iðnaðarverki.
Börn Guðbrands og Sigurfinnu urðu 5. Pálína Svanhvít 21.11.1951 maður
hennar er Birgir Óskarsson. 3 börn og 9 barnabörn Pálmar Hörður 19. apríl
1953, kona hans er Jóna elín Sverrisdóttir. 4 börn og 2 barnabörn Heiðrún
Björk 12. maí 1955 maður hennar er Kristján Ólafur Hilmarsson. 3 börn og
6 barnabörn Sigríður f. 11. janúar 1958 maður hennar er Valtýr Georgsson. 2
synir Sveinn f. 28. febrúar 1962, búsettur í unhól Þykkvabæ.
langafabörnin eru 17, stutt í að það 18. líti dagsins ljós. daglega innum við
að hendi ýmislegt sem við hugsum lítt um. dæmi þar um er þegar við stingum
gaflinum í kartöfluna og byjum að skræla eða skera. Kartaflan er ekki aðeins
kartafla í augum kartöflubóndans heldur viðkvæmur gullmoli sem þyrfti að
meðhöndla með réttum hætti allt frá haga til maga. Bóndinn gerði sér ljóst að
verið var að fæða heila þjóð, því lá mikið við að vanda allt vel og sinna öllum
þáttum af alúð. Og að mörgu var að hyggja svo vel færi.
Guðbrandur undi sér best heima við. Hann var nægur sjálfum sér, hæglátur
maður og reglusamur. Óneitanlega leitar hugurinn í gamlar og góðar dyggðir