Goðasteinn - 01.09.2010, Page 30
28
Goðasteinn 2010
Með því átti hann við að ekki væri gott að hann gengi upp í norðrið úr
vestanátt. Betra og tryggara væri að hann gengi í norðrið upp úr austrænum
áttum.
Bærinn á Syðri-Rauðalæk stendur nokkurnveginn miðsvæðis á Suðurlands-
undirlendinu. Þaðan er ótrúlega víðsýnt, stendur hann þó ekki hátt í landinu.
Segja má að sé litið til hverrar áttar í vestur, norður og austur séu u.þ.b. 40 km
að fjallsrótum. Til sjávar eru um 20 km en hafflöturinn sést ekki, stundum þó
brimið í árkjaftinum, útfalli Þjórsár. Í fjarlægð sjást Botnssúlur og Esja og í
góðu skyggni inn á Langjökul og austur á Mýrdalsjökul. Fjölbreytileikinn er
mikill þegar líta skal til veðurs. Leiksviðið stórt sem þeir eiga þjónar veðurguð-
anna: Vindurinn, lognið, hitinn, kuldinn, þokan, skýin, regnið, snjórinn, sam-
spil ljóss og myrkurs, litbrigði lofts, láðs og lagar og fjölbreytni lands. Híbýli
vindanna og hvílurúm skýjanna eru víðfeðm.
Ég set hér á blað ýmis ummæli og hugtök tengd veðri sem síast hafa inn í
vitund mína með ýmsu móti gegnum tíðina og miða þá við að ég sé staddur á
Suðurlandsundirlendinu miðju.
„Hann er fallegur á Eyjar. (Vestmannaeyjar)“
Þerrimerki. Eyjarnar hreinar og lausar við skýflóka. G.R.
„Þær eiga að vera hreinar og háar.“ M.S.
„Norðanáttargöt.“
Þá eru skýjaslæður á suðurhimni – með götum. Oft í góðum norðan þurrki.
G.R.
„Gall.“
Stuttur bútur af regnboga í austri. Þerrimerki. G.R.
Háský upp úr norðri: „Það hefði einhverntímann gert norðanþurrk úr þessu
útliti.“ G.R.
„Landssynningshlið.“
Rof milli Heklu og Búrfells í suðaustanátt. G.R.
Vætumerki ef austurfjöllin eru hrein. G.S.
Öruggt merki rigningar næsta dag ef ský dregur upp á Þríhyrning að kvöldi.
G.S.
„Vatnsgola“
Kaldur rakur vindur rétt áður en fer að rigna. G.S.
Sólskinsblettir á vesturfjöllum – Búrfelli og Ingólfsfjalli = Þerrimerki
Sólfarsvindur – útræna – það blæs af sól. Þegar þannig viðrar er mjög góður
heyþurrkur á Suðurlandi.
Vætumerki ef Langjökull hreinsar sig.