Goðasteinn - 01.09.2010, Page 32
30
Goðasteinn 2010
Í kofanum var svartamyrkur.
Þessi veiðiferð sem örlögin létu enda á sinn mjög svo
vanalega hátt var farin um haust, þá bjó ég sunnan við
land. Það mun hafa verið í sept em bermánuði áður en
gæsin hverfur yfir hafið. Hún er að ferð búast fram að
vetur nóttum, hópar sig og æfir oddaflug.
Það var varla kominn morgunn eftir lélegan svefn
í vondu húsi. Við vöknuð um þrír saman og síðir augn-
pokar voru einkennismerki okkar. Þegar við staul uðumst fram úr var ekkert í
kring um okkur nema myrkur. Gæsina er torvelt að veiða nema í ljósa skiptum
og því verður að fara í dögun eða þegar birtu bregður á kvöldin.
Í hópnum voru tveir ungir læknar, ekki spjátrungslegir, ég og kunn ingi minn
sem dvalið hafði hjá mér viku. Þriðji maðurinn og aðal sprauta ferðar innar var
tann læknir úr Kópavogi, miklu eldri en við. Hann var hávaxinn með grá sprengt
hár, í Víetnamgalla og með grænan hatt sportlegan.
Félaga mínum kippti í kynið. Hann er afkomandi seigra bænda, þrekinn og
ljós hærður með talsverðan lubba, þó minni en áður. Sein mæltur er hann frekar,
ekki blaðursamur.
Tannlæknirinn hafði árum saman komið eigendum tanna í sýslunni á óvart
með hugljúfu nostri fyrir lítinn pening, að honum fannst. Þetta var alþýðumað-
ur, óður af þreki, sem hafði snemma tekið ástfóstri við íþróttir. Hann var einnig
annáluð veiðikló og þekktur fyrir að narra unga menn með sér á veiðar.
Þegar við fórum á stjá um morguninn sáust ekki handaskil fyrir myrkri
og við grilltum ekkert hver í annan. Talning geispa var öruggust til liðskönn-
unar og samkvæmt henni virt umst við vera þrír, jafn margir og gengu til náða
kvöldið áður. Við fetuðum okkur fram úr þreif andi og jú, eitthvert ljósmeti varð
þarna fyrir okkur á hillu. Heldur voru ferðafélagar mínir stúrnir að sjá, nývakn-
Von veiði
Stefán Steinsson læknir í Rangárþingi