Goðasteinn - 01.09.2010, Síða 34
32
Goðasteinn 2010
„Þið farið heldur en ekki um á tröllslegum ökutækjum,“ sagði bóndi. „Ætlið
þið upp á jökul?“
Ég eyddi þessu tali og bað um skotleyfi.
„Jahhá,“ sagði hann og tók í nefið. „Má bjóða ukkur svona?“
Við þáðum einhverja lús í nefið og sveið og leið illa undan.
„Mér þykir þið ekki veiðilegir,“ sagði hann. „Þurfa læknar ekki heldur að
sitja og telja silfur en elta gæsir?“
„Heldur þú að við séum einhverjir bankagjaldkerar?“ svaraði ég og þóttist
heldur en ekki koma með krók.
Þá hló bóndi. „Sama sem,“ sagði hann.
„Við verðum með tannlækninn með okkur,“ sagði ég.
„Það var allur munurinn,“ svaraði bóndi. „Sá ætti nú að kunna að fara með
silfrið, er það ekki?“
Jú, það töldum við vera.
„Og þá þurfið þið ekki að stanga gæsagarmana úr tönnunum á ukkur sjálfir,
hann getur gert það fyrir ukkur,“ bætti bóndi við og hló hátt.
Við byrjuðum að flissa og veit ég ekki hvort hann vissi af hverju.
„Eh, jæja,“ mælti hann og hætti hlátrinum. „Þó að þið séuð hvorki læknisleg-
ir né veiðimannslegir þá er ukkur guðvelkomið að reyna við gæsaskammirnar.
Og tannlæknirinn er veiðikló, hann hjálpar ukkur vísast. Ég á nýræktartún nið-
ur undir söndum, vestan við vestari kvíslina þar sem hraunið endar. Þar getið
þið verið, þarna er gott rofabarð til að liggja við.“
„Er rofabarð í nýræktinni?“ spurði félagi minn.
„Eh, nei, það er við túnfótinn. En það er innan girðingar.“
Við þökkuðum fyrir okkur.
Nóttin kom og nýr dagur. Tannlæknirinn hafði komið seint. Hann var á
Inter national Scout svo að við vorum betur settir en á Trabant bifreið og minni
líkindi á háðsglósum.
Við höfðum falið bílinn á bak við barð og vorum lagstir niður til að skjóta.
Við biðum dögunar. Virtum plastgæsirnar fyrir okkur í for grunni. Það er gömul
saga að tilgangslaust er að skjóta á plastgæsir þó að til séu sögur um veiðimenn
sem veiða ekki annað. Líklega eru það æsilegar veiðiferðir þegar plastgæsirnar
falla unn vörpum og menn fá hitasótt af veiðifýsn.
Dögun var í nánd og fjöldamorð í loftinu. Morgunsárið opnaðist upp og sól-
rauð ský umkringdu það. Þau minntu á blóð blettótta grisju hnoðra kringum sár
á mönn um við saum. Ég hafði orð á þessu en tannlæknirinn hummaði bara og
fannst það óveiðilegar grillur. Hann vildi drepa. Félagi minn svaraði engu.
Að vísu hafði okkur gengið illa að negla gervigæsirnar niður. Þetta var ný-