Goðasteinn - 01.09.2010, Page 37
35
Goðasteinn 2010
hefnda. Hann grunar kaupfélagsstjór ann um hrossdráp ið, fjand mann sinn eftir
fram hjáhald konunnar. Þegar skotið ríður af gengur hetjan, ungi læknirinn, á
milli. Hann særist þó aðeins á rifi eins og Tinni því að riffillinn er lélegur.
Hross eigandinn fer á hæli vegna taugaáfalls og er dæmdur ósakhæfur af ástríðu.
Hetjan, ungi læknir inn, útskrifar sig sjálfur af slysadeild inni daginn eftir áverk-
ann eins og Tinni. Þegar hann gengur fram ganginn sér hjúkrunarkonan hann
og missir bakka í gólfið af undrun, alveg eins og í Tinna. Bóndinn fær nýjan
fola frá vini sínum í sárabætur. En þá er kona bóndans orðin ástfangin af prest-
inum og ekki að vita hvort það endar í messu eða annars staðar.
„Verðlaunafoli væri aldrei hafður einn í girðingu á svona afskekkt um stað,“
sagði tannlæknirinn.
Fjöldamorðin sem legið höfðu í loftinu voru öll fyrir bí. Hvað er ein rusla-
tunna, eitt ímyndað hrossdráp? Það voru ekki umtalsverð morð. Sól samt kom-
in hátt á loft og hlýjaði morð lausum veiðimönnum á sál og líkama. Hesturinn
enn fremur lif andi þegar við kvöddum hann og alveg viti sínu fjær.
Tannlæknirinn skammaði okkur ekki. Hann hafði áreiðanlega verið orð-
inn lúmskt leiður á að liggja blautur í feninu. Jafnvel allra hörðustu veiði menn
þurfa ein hvern tíma að hvílast.
„Fimm hundruð silfurgráar,“ sagði hann syfjulegur.
Við vinirnir ungu horfðumst í augu. Sínum augum lítur hver silfrið, hugs-
uðum við. Það fór ekki á milli mála.
Þeir, sem komið hafa veiðilausir heim af gæsa veiðum, vita hver niðurlæging
það er að standa frammi fyrir konu og krökkum sem spyrja um gæsirnar, fyrst
undrandi, síðan með nístandi háði. En hvorki höfðum við orðið fyrir slysaskoti
né launmorði; slíkt gerist sem betur fer sjaldan. Við ferðalok settumst við gæsa-
lausir í bílinn og síðan var ekið upp að kofanum. Götuslóðinn var sæmilegur og
við hrist umst ekki til óbóta.
Í kofanum var orðið albjart.
Búðardal 1991