Goðasteinn - 01.09.2010, Page 39
37
Goðasteinn 2010
minn hann Muggur þekkti nafnið sitt og kom þegar ég kallaði til hans og það
hafa verið skrifaðar margar sögur um vit hesta. Eitt sinn tók ég annan tvílemb-
ing undan gamalli kind í maí sem heimalning. Í ágúst um sumarið kom ég út
snemma morguns og þá voru heimalningarnir á hlaðinu og jörmuðu til mín.
Um leið svaraði kind úti á túni. Ég sá að hún var sú sem ég minntist á að ég
hefði tekið lambið undan. Hún kom heim á hlað til að sækja lambið sitt en það
hafði vanist manninum en ekki henni og vildi ekkert með hana hafa. Okkur
finnst jarmið allt eins en svo er greinilega ekki.
Vorið og allt sem því fylgir heillar mig. Og þegar ég og bróðir minn með
sinni fallegu tenórrödd vorum að fara til kinda suður á rofum sem kallað var
vorkvöld eitt, söng hann svo hátt, þá fann ég að þetta var eitthvað æðra en
hversdagsleikinn. Kannski var það stundin sem ég skildi hvert hugsun mín lá.
Að dá allt það sem fallegt er og lyftir manni á hærra plan. Alla vega hef ég dáð
vorið svo lengi og það sem ég hef minnst á er ein af þeim dásemdar stundum.
Á þessum árum voru kindurnar látnar bera vítt um hagana, ekki í húsi eins og
núna. Það var vinnan einmitt við sauðburðinn sem var í beinu sambandi við
vorið þegar farið var á öllum tímum til að líta eftir. Upp úr klukkan tólf fer allt
í hvíld, fuglarnir þagna, hrossin halda að vísu flest áfram að bíta en kindurnar
leggjast fyrir, lömbin sum fara upp á bakið á móður sinni sem lætur sér að því
er virðist vel líka er hún jórtrar í ákafa. Þannig líða klukkutímar mismargir eftir
því hvað langt er liðið á vorið, því sólin hefur mikil áhrif. Ekki við fyrstu upp-
komu hennar heldur skömmu seinna, fer allt af stað. Kindurnar rísa upp, lömbin
velta út af þeim og fuglarnir fara að syngja með svo margvíslegum röddum.
Þetta er í fáum dráttum það sem vornóttin geymir.
Undir morgunn er margt að sjá, það upplifði ég vornótt eina fyrir löngu
síðan. Eftir að hafa verið að bera á túnið til klukkan sex og þá heyrði ég ekkert
nema í dráttarvélinni. Svo drap ég á vélinni og varð þá svo hugfangin af öllu því
sem ég sá og heyrði að ég settist út á hól til að hlusta og horfa. Og mér fannst að
ég þyrfti að segja öðrum frá. Skömmu síðar voru þessar vísur orðnar til. (Þess
skal til skýringar getið að frá mínum stað Miðey kemur sólin fyrst í ljós þegar
hún er hæst á lofti, við hlíðar Heklu).