Goðasteinn - 01.09.2010, Page 42
40
Goðasteinn 2010
Er birki ég boraði í móann
að breita um sjónar hag,
þá tafði mig talsvert lóan
sem talaði við þann dag.
Hún lét sína litlu fætur
leiða sig til og frá,
og endalaust gaf hún mér gætur
gláfti´á mig stanslaust þá.
Ég gróf þarna í suðvestan golu
í grámosan til og frá,
mokaði hol eftir holu
og hún var mér alltaf hjá.
Svo vild-eg grafa gráðu norðar
sem gengur hún um stað,
þá skrefum hröðum frá sér forðar
og fyrirgefur það.
En stakk aðeins nefinu niður
náði í flugu að sjá,
því sjálfsagt er hennar siður
svoleiðis mat að fá.
Frá málskrafi okkar má greina
hvað mikið það ólíkt var,
dí hennar, einasta eina
ekkert ég skildi þar.
Og eins var, hún ekkert skyldi.
ég, reyndi að segja bí,
með einu því andsvari vildi
að eins væri hennar dí.
Þess langar mig síst að leyna
þó lóan sé eins og fugl,
að hún kann svo margt að meina
sem met ég sko ekkert rugl.
Ef sál okkar lendir saman
er svífum í himinrann,
mikið ljómandi það læt ég gaman
að lifa morguninn þann.
Þar uppi í himinsins hæðum
sem heimsbúar verða eitt.
sitjum við saman og ræðum
um samtíman vítt og breitt.
Svo fékk ég ástæðu þessar undarlegu hegðunar lóunnar staðfesta. Hún hafði
búið sér hreiður og verpt í rétt við bústaðinn minn og hvort sem gengið var inn
eða út þá ýmist stóð hún yfir eggjunum, labbaði nokkur skref frá þeim eða lá
kyr. Þar var land sem hentaði lit hennar, sjálfsagt hefur það líka ráðið um val
hreiðurstæðisins. En mér finnst ljóst að við urðum vinir þetta sumar. Því að
Árið á eftir var ég snemma vors að setja niður birkiplöntur rétt við bústað-
inn. Og allan tímann var hjá mér lóa, hún flaug aldrei upp heilan dag. Þarna
var eitthvað undarlegt að gerast skynjaði ég og ég hljóp alltaf af og til niður
að bústaðnum þegar orðið hafði til vísa til að lýsa því sem fram fór. Þetta var
efalaust sama Lóan.