Goðasteinn - 01.09.2010, Blaðsíða 46
44
Goðasteinn 2010
vel á veg í lestri þegar hann byrjaði í skóla því mamma hans og systkini voru
byrjuð að kenna honum. Þennan fyrsta vetur kenndi honum kennari sem hét
Sigurbjörg Guðjónsdóttir, fædd 24. júní 1906 frá Stóru Mörk undir Eyjafjöll-
um. Hún lauk kennaraprófi árið 1933 og fer það ár og kennir í barnskólanum
í Fljótshlíð einn vetur (Ólafur Þ. Kristjánsson 1965: 110). Veturinn eftir, eða
árið 1934, er ráðinn við skólann kennari , sem hét Halldór Jóhannes Sölvason.
Hann var fæddur 16. september árið 1897 að Gafli í Svínadal, A-Húnavatns-
sýslu. Halldór gekk í Alþýðuskól-
ann á Hvammstanga 1916-1918, tók
kennarapróf 1922 og fór í námsdvöl
til Danmerkur, Noregs og Svíþjóð-
ar (orlof) á árunum frá 1955-1956
(Ólafur Þ. Kristjánsson 1958: 251).
Hann vann sem kennari á nokkrum
stöðum á Íslandi áður en hann réði
sig í Fljótshlíðarskóla, en þar var
hann skólastjóri frá 1934 til 1948.
Eiginkona hans var Katrín Sigurð-
ardóttir. Halldór kenndi Óskari allan þann tíma sem hann var í skóla. Halldór
og hans fjölskylda bjuggu í kennaraíbúðinni á loftinu með sín börn. Halldór
kennari var í fullu starfi og stundaði ekki búskap svo nokkru nam. Sennilega
var hann þó með eina kú og nokkrar kindur.
Í skýrslum, sem sendar voru til fræðslumálastjóra eftir hvern vetur og eru í
eigu Fljótshlíðarskóla, kemur fram að skólinn byrjar yfirleitt í byrjun október
og lýkur oftast í lok maímánaðar. Þar koma einnig fram upplýsingar um nem-
endafjölda, fjölda kennara og fjölda kennsluvikna. Þegar Óskar var á skóla-
skyldualdri kemur eftirfarandi fram:
Árið 1934-1935 voru nemendur 42 og 7 í Hlíðarendakoti, fjöldi kenn-•
ara 2 og kennsluvikur 20
árið 1935-36 voru nemendur 38 og enginn í Hlíðaendakoti, fjöldi •
kennara 2 og kennsluvikur 28
árið 1936-37 voru nemendur 44 og 3 í Hlíðarendakoti, fjöldi kennara 3 •
og kennsluvikur 33
árið 1937-38 voru nemendur 44 og 7 í Hlíðarendakoti, fjöldi kennara 4 •
og kennsluvikur 31
árið 1938-39 voru nemendur 45 og 8 í Hlíðarendakoti, fjöldi kennara 4 •
og kennsluvikur 31
Skólahúsið brennur árið 1968.
Ljósmyndari óþekktur.