Goðasteinn - 01.09.2010, Page 47
45
Goðasteinn 2010
Fram kemur að nemendum er skipt í þrjár deildir þar sem 8 og 9 ára börn til-
heyra 1. deild, 10 og 11 ára börn 2. deild og 12 og 13 ára börn 3. deild. Börnum
úr 2. og 3. deild var kennt annan hvern dag og einnig á laugardögum þannig að
þau fengu 3 kennsludaga í viku hvor deild. Börn í 1. deild komu tvær vikur í
upphafi skólaárs og tvær vikur í lok skólaárs. Smám saman lengdist vera þess-
ara barna í skólanum og árið 1938-39 mættu þau 2 mánuði fyrir jól og 2 mánuði
eftir jól og voru svo allan maímánuð í skólanum (Fljótshlíðarskóli Skýrslur um
skólahald í Fljótshlíðarskóla 1934-1939). Ef við skoðum kennsluvikurnar, sem
skiptast á þrjár deildir, eru þær í byrjun 20 en fjölgar svo í 28 vikur. Eftir það
fara þær í 33 en fækkar svo aftur niður í 31 viku. Samkvæmt fræðslulögunum
frá 1926 áttu heimangöngu- og heimavistaskólar (Fljótshlíðarskóli flokkast
undir þessa skóla) að veita að minnsta kosti 12 til 13 vikna fræðslu á ári (Loftur
Guttormsson 1992:213-215). Af þessu má sjá að 2. og 3. deild eru að fá sínar
12-13 vikur og 1. deildin er að fá 4-6 vikur á ári. Skólaskylda er skráð frá 8 ára
aldri frá 1934, en skýrslurnar ná ekki lengra aftur og þá er Óskar 9 ára. Senni-
lega byrjar skólaskylda frá 8 ára aldri í Fljótshlíð árið sem skólahúsið er tekið
í notkun 1929, en við það lagðist farskólahald niður nema í Hlíðarendakoti. Í
fræðslulögunum 1926 er kveðið á um að skólaskylda skuli vera frá 8 ára aldri
(Loftur Guttormsson 1992:214). Óskar byrjaði 8 ára í skóla og fór þá í 2 vikur
að hausti og aðrar 2 að vori, en víða í sveitaskólum voru börn ekki skólaskyld
fyrir 10 ára aldur enda yfirleitt um farskóla að ræða.
Ef við skoðum fjölda kennara sést að fyrstu tvö árin eru skráðir 2 kennarar
og voru það Halldór skólastjóri sem ráðinn var af ráðuneytinu og Katrín kona
hans, sem ráðin var af skólanefnd til að kenna stúlkum handavinnu. Ári síðar
bætist við einn kennari, en það var
kennari sem kenndi 3 mánuði í Hlíðarendakoti. Árið 1937-38 eru kennarar
orðnir 4, en þá bættist við kennari sem kenndi 4 mánuði í Hlíðarendakoti og
Guðni Markússon (annar yfirsmiður skólans) sem fenginn var af skólanefnd til
að kenna söng. Veturinn þar á eftir eru sömu kennarar nema í Hlíðarendakoti
er komin Guðrún Sveinbjörg Þorsteinsdóttir sem kennir tæpa 4 mánuði. Þegar
farskólinn í Hlíðarenda var lagður niður veturinn 1939-40 bættist Guðrún í hóp
kennara í Fljótshlíðarskóla, en hún kenndi til 1941 (Fljótshlíðarskóli Skýrslur
um skólahald í Fljótshlíðarskóla 1934-1939).
Veturinn 1936-37 er greint frá því að kennsla hafi alveg fallið niður í tvær og
hálfa viku hjá 2. og 3. deild vegna slæmrar inflúensu en þeir dagar voru bættir
upp að mestu með því að stytta kennslutímann hjá 8 og 9 ára börnum og kenna
báðum deildum daglega. Í sömu skýrslu kemur einnig fram að óvenju margir
skóladagar hafi fallið niður þennan vetur vegna tíðarfars og erfiðra samgangna