Goðasteinn - 01.09.2010, Blaðsíða 52
50
Goðasteinn 2010
voru Voðmúlastaðir, Álftarhóll, Lágafell, Bólstaður og Austurhjáleiga (Þjóð-
skjalasafn Íslands D/7 Skólahald 1939-1943).
Í skýrslum, sem sendar voru til fræðslumálastjóra eftir hvern vetur og lesa
má á Þjóðskjalasafni, kemur fram að skólinn byrjar yfirleitt í byrjun október og
lýkur oftast í byrjun maímánaðar. Þar koma einnig fram upplýsingar um nem-
endafjölda, fjölda kennara og fjölda kennsluvikna. Þegar Sigríður var á skóla-
skyldualdri kemur eftirfarandi fram:
árið 1939-40 voru nemendur 28, fjöldi kennara 1 og kennsluvikur á •
Krossi 12, en 8 á Voðmúlastöðum og 7 á Álftarhól
árið 1940-41 voru nemendur 31, fjöldi kennara 1 og kennsluvikur á •
Krossi 12, en 8 á Álftarhól og 8 á Voðmúlastöðum
árið 1941-42 voru nemendur 29, fjöldi kennara 1 og kennsluvikur á •
Krossi 12, en 8 í Austurhjáleigu og á Álftarhól
árið 1942-43 voru nemendur 25, fjöldi kennara 1 og kennsluvikur á •
Krossi 12, en 8 á Lágafelli og Bólstað
Börnunum var kennt saman frá 10 til 14 ára, tvær vikur í senn. Skólaskyldan
var frá 10 ára aldri, en 9 ára börnin komu í stuttan tíma að hausti og aftur að
vori. Frá árinu 1941 mæta 8 ára börnin með þeim 9 ára. Fjöldi kennara er 1
þessi ár, sem er Elimar Tómasson og kennsluvikur eru alltaf 12 á Krossi en 7
til 8 á hinum stöðunum. Greint er frá því í skýrslunum að tveimur elstu árgöng-
unum var kennt saman á Krossi síðustu 4 vikurnar til að ná 12 vikna kennslu.
Kennslan var þá samfelld í 4 vikur (Þjóðskjalasafn Íslands D/7 Skólahald 1939-
1943). Í fræðslulögunum 1926 kemur fram að í farskólum skuli kenna a.m.k. 12
vikur á ári, en í þeim farskólum sem eru þrískiptir sé heimilt að kenna 8 vikur
á ári (Loftur Guttormsson 1992:214). Í A-Landeyjum var farskólinn þrískiptur
og því heimilt að kenna hverju barni í 8 vikur á ári. Í fræðslulögunum 1936
segir um farskóla að eldri ákvæði gildi á þeim stöðum þar sem ekki eru komnir
heimangöngu- eða heimavistarskólar (Loftur Guttormsson 1992:215). Af þessu
sést að ennþá er leyfilegt að kenna barni einungis í 8 vikur á ári þegar um far-
skóla er að ræða, eins og í A-Landeyjum.
Það tók Sigríði eina klukkustund að ganga í skólann þegar farið var að
Krossi. Skólahúsið var upphitað og kennt í einu herbergi. Þar voru borð með
áföstum bekkjum og svört tafla á vegg. Einnig hékk stórt Íslands- og heimskort
á einum veggnum. Tveir stórir gluggar voru á stofunni og sjást þeir lengst til
vinstri á myndinni. Margbýli var á Krossi og fengu nemendur að nota kamar
sem tilheyrði einum bænum. Skólinn hófst klukkan 10 á morgnana og stóð til
3 á daginn. Skóladagurinn var þannig að fyrst var tekin kennslulota og svo
frímínútur, svo aftur kennslulota og þá kom nesti (hádegismatur) og loks kom