Goðasteinn - 01.09.2010, Síða 53
51
Goðasteinn 2010
síðasta kennslulotan. Í minningunni finnst Sigríði eins og nemendur hafi verið
á bilinu 10-16 í einu, því kennslustofan var ekki stór og rúmaði ekki marga.
Kennarinn hét Elimar Tómasson, en hann kenndi Sigríði þá fjóra vetur
sem hún var í skóla. Elimar gekk í unglingaskólann í Vík 1915-1916 og árið
eftir er hann 3 mánuði í unglingaskólanum í Skógum í Fnjóskadal (Ólafur Þ.
Kristjánsson 1958: 122). Elimar var kennari í A-Landeyjum 1930-45. Hann bjó
ásamt fjölskyldu sinni lengst af í Tjarnarkoti, sem er í landi Kross, en þar var
eitt helsta kennsluhúsnæðið eins og áður hefur komið fram. Hann sá einn um
kennsluna og fór á milli staða til að kenna, því farskólaformið var lengi við líði
í A-Landeyjum eða til ársins 1944-45 en þá kemst á fastur heimangönguskóli
(Barnafræðsluskýrslur árin 1920-1966 1967:38). Elimar var ekki með kennara-
próf þegar hann byrjaði í kennslunni en náði sér í réttindi síðar. Auk kennsl-
unnar stundaði Elimar búskap að einhverju leyti.
Helstu kennslugreinar voru reikningur, lestur, réttritun, skrift, kristinfræði,
Íslandssaga, landafræði, náttúrufræði og dýrafræði. Hjá Sigríði var aldrei um
neina handavinnu-, söng- eða teiknikennslu að ræða. Íþróttir voru ekki heldur
kenndar, en í lok skólaskyldu var kominn vísir að slíkri kennslu. Þá las kenn-
arinn upp æfingar sem nemendur framkvæmdu. Aldrei voru sett upp leikrit eða
sýningar og ekki var farið í ferðalög á vegum skólans.
Sigríður sat við hlið jafnöldru sinnar, Guðrúnar Guðnadóttur frá Krossi,
þegar hún var í skóla á Krossi. Nemendur sátu alltaf á sama stað og með sama
sessunaut. Borðum var raðað þannig að allir nemendur snéru að töflu. Í minn-
ingunni finnst Sigríði að stúlkur hafi alltaf setið saman og drengir saman og
að ekki hafi verið um kynjablöndun að ræða. Einn veturinn þegar skólahaldið
fór fram á Voðmúlastöðum fór Sigríður, ásamt bróður sínum sem var ári eldri,
að Voðmúlastaða-suðurhjáleigu (sem í dag heitir Bólstaður). Þar fengu þau að
gista þessar tvær vikur á meðan skólinn var og fóru svo heim í tvær vikur.
Kennsla fór fram í einu herbergi í íbúðarhúsi á staðnum. Á meðan þau systkini
gistu í Voðmúlastaða-suðurhjáleigu tóku þau þátt í öllum störfum þar, jafnt úti
sem inni. Á kvöldin spilaði húsbóndinn, sem var organisti í kirkjunni, stundum
á hljóðfæri og börn hans sungu með. Þá fengu þau systkin líka að syngja og það
þótti þeim mjög skemmtilegt.
Síðasta veturinn sem Sigríður var í skóla voru einungis tvo börn úr úr vestur
sveitinni og fékk hún þá að liggja við hjá sæmdarhjónunum í vesturbænum á
Krossi þeim Guðna Gíslasyni og Helgu Þorbergsdóttur. Þaðan á hún yndislegar
minningar.
Kennari sá um að útvega öll kennslugögn s.s. stílabækur, blýanta, strokleð-
ur o.þ.h. en nemendur borguðu fyrir það. Kennari útvegaði nemendum lestr-